Goðasteinn - 01.12.1964, Side 49

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 49
Sigrún Gísladóttir frá Háeyri: Margrét á Barkarstöðum Þegar árin færast yfir, lifum við mennirnir meir og meir í heimi minninganna. Við, sem erum fædd um og upp úr alda- mótum 1900, munum kynslóðir, sem fæddar voru fyrir og um miðja 19. öld. Ég tel það mína lífshamingju að hafa lifað með þessu gamla fólki. Það var svo ríkt af andlegum auði, af því að það hafði ávaxtað sitt pund í „sveita síns andlits". Það var auðmjúkt, því að það bar lotningu fyrir lífinu og gaf sig allt í þágu þess. Það gerði ekki kröfur til lífsins, heldur fyrst og fremst til sjálfs sín, en í kjölfar slíks hugarfars siglir fórnfýsi og sjálfs- afneitun, sem hvorutveggja er nauðsynlegt til að byggja upp heilbrigt og siðfágað þjóðfélag. Þessa eiginleika þjálfaði það svo, að það stóðst hverja raun gegn um eld og ísa. Það myndaði hina sterku stofna og traustu undirstöðu, sem þjóðfélag vort byggir nú á. Hina stórkostlegu framtakssemi og hinar tröllauknu fram- farir síðustu ára á öllum sviðum, eigum við fyrst og fremst að þakka þeim arfi, er horfnar kynslóðir létu okkur eftir, svo og auðvitað tæknimenningunni, sem við nútíðarmenn njótum í svo ríkum mæli. Við eigum að varðveita þennan arf og hlúa að honum eftir megni. Mér finnst það vera orðið eitt alvarlegasta Goðastemn 47

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.