Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 51
trúuð kona og sýndi trú sína í verkunum. Hún bar óskerta
virðingu fyrir hinum æðra mætti tilverunnar og trúði af einlægni
á líf eftir dauðann, enda mun hún oftlega hafa orðið ýmissa
hluta vör, sem aðrir urðu ekki, og var unun að heyra hana ræða
um þau málefni af eigin reynslu og annarra. Tel ég það lýsa
henni hvað bezt, hvað aldrað fólk og uppgefið, sem fáa átti að,
sótti til hennar og óskaði að eyða síðustu æviárunum í skjóli
hennar. Gamalmennin, sem hún veitti hjúkrun og síðustu aðstoð
hér í heimi, voru milli io og 20 á þeim 33 árum, sem hún réði
húsum á Barkarstöðum. Þar var ekki unnið til launa, heldur af
meðfæddri góðgirni og hjartahlýju til þeirra, sem voru olnboga-
börn samtíðar sinnar og skorti úrræði til sjálfsbjargar. Stjórn-
semi og ljúfmennska var henni svo í blóð borið, að ég minnist
aldrei að hafa heyrt nokkurn skyldan eða vandalausan færast
undan að vinna það verk, eða leysa þá þjónustu af hendi, sem
hún óskaði. Margrét hafði yndi af tónlist, dætur hennar spiluðu
flestar á harmonium, og tvær þeirra voru organistar í Hlíðar-
endakirkju um árabil. Ég bað Sigurð son hennar, sem nú situr
Barkarstaði og er oddviti sinnar sveitar, að draga upp eina mynd
frá minningunum heima. Hann sagði svo: „Hún mamma var gód
móðir og húsfreyja. Léttleiki hennar og hið góða geð var frá-
bært, svo alltaf var í kring um hana ferskur blær og glaðvær.
Þeim, sem muna rökkurkvöldin á Barkarstöðum, þegar húsfreyj-
an tók gítarinn sinn og spilaði og söng með sinni þróttmiklu
rödd, munu seint úr minni líða þær tilkomumiklu ánægjustundir’1.
Margrét var fædd að Reynifelli á Rangárvöllum þ. 5. des. 1873.
Hún var yngsta barn þeirra hjóna Guðrúnar Guðmundsdóttur af
Núpakotsætt og Árna hreppstjóra Guðmundssonar, Brynjólfssonar
á Keldum, af Víkingslækjarætt. Hún stundaði nám í Kvenna-
skólanum í Reykjavík 1890-1891. Þann 10. júní 1892 giftist hún
Tómasi Sigurðssyni, hreppstjóra á Barkarstöðum, og tók við
búsforráðum þar. Þau hjónin áttu 11 börn. 3 þeirra dóu í æsku.
Þau, er komust til fullorðinsára og lifa enn, eru þessi:
Guðríður Þóra, gift Magnúsi Hannessyni frá Eyrarbakka,
Ingibjörg, gift frænda sínum Ólafi Sigurðssyni frá Bitru,
Goðasteinn
49