Goðasteinn - 01.12.1964, Page 52

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 52
Árni, ógiftur, býr hjá Sigurði bróður sínum, Sigurður, oddviti á Barkarstöðum, giftur Maríu Sigurðardóttur frá Kársstöðum, Guðrún, gift Jóni Sigurpálssyni frá Húsavík, Sigríður, gift Jóni Þorsteinssyni frá Eyvindartungu, býr á Þór- oddsstoðum í Ölfusi, Anna, gift Óla B. Pálssyni frá Ytri Skógum og Þórunn Marta, gift Haraldi Guðmundssyni, fasteignasala í Rcykjavík. Ekki er hægt að minnast Margrétar svo, að gengið verði fram hjá Tómasi. Hann var einstakt prúðmenni, og voru þau hjón svo samhent sem einn maður væri. Með framkomu sinni sköpuðu þau slíkan heimilisbrag, að hliðstæður þekki ég fáar, og get ég aldrei þakkað sem skyldi að hafa kynnzt þeim. Áður en ég lýk þessu greinarkorni, get ég ekki stilt mig um að minnast á Barkarstaðaheimilið í dag. Eins og áður er sagt, býr Sigurður Tómasson þar, ásamt konu sinni, Maríu, og börnum þeirra. Þeim hefur tekizt að halda svo við hinu góða, gamla andrúmslofti, sem einkenndi þennan stað, að það er athyglisvert nú um stundir í straumróti vélamenningarinnar. Margrét lézt 29. jan. 1935 eftir stutta legu en stranga. Hún var jörðuð að Hlíðarenda, í febrúar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Þar hafði góð kona og mikilhæf lokið þjóðnýtu starfi, og þar hafði Rangárþing kvatt eina svipmestu húsfreyju héraðsins. Bið ég öllum niðjum hennar Guðs blessunar. 50 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.