Goðasteinn - 01.12.1964, Page 54
Ferðir Fjallamanna gengu ekki allar eins vel og nú hefur verið
lýst. Fyrir kom, að skipin urðu ofhlaðin, og varð þá að kasta
út einhverju af farangri á leiðinni ef versnaði í sjó. Líka kom
fyrir, að skip fengu slæma lendingu við sandinn, svo að farangur
blotnaði og skemmdist af þeim sökum að meira eða minna leyti.
Afgreiðsla í verzlunum Vestmannaeyja gekk stundum dræmt, svo
að tafir og bið urðu af. Var ekki dæmalaust, að kominn væri
austanstormur, þegar loks fékkst tími til burtferðar, og þá urðu
menn að gera sér aukna bið að góðu, stundum svo vikum skipti.
Hún nefndist teppa. Lengsta teppa, sem ég hefi heyrt getið um,
var 18 vikur.
Auðunn sonur Einars fsleifssonar á Seljalandi var formaður
með bát, sem fór til Eyja í sláttulokin um - eða skömmu eftir -
1870 og tepptist þar fram á miðþorra. Heimamenn voru að von-
um farnir að undrast um þá, því ekkert hafði af þeim frétzt frá
því þeir fóru. Þá voru engar ferðir milli Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja og ekki heldur tekinn upp hinn svonefndi flöskupóstur
milli lands og eyja. Sjórinn sá um að koma honum til skila. Einar
bfóðir Auðuns formanns var með honum í þessari för. Um jólin
kvað hann þessa vísu:
Léttir hann til á landsunnan,
leiði kemur bráðum.
Þreyjum fram á þrettándann,
þömbum staup í náðum.
Stundum komust Eyfellingar upp í Landeyjarnar, þegar aust-
anátt bannaði lendingu við Fjallasand. f Landeyjum er oft lengur
lendandi í austanátt. Oftast tókst lending vel í Landeyjum, en
þó gat brugðið út af því. Skip fór frá Eyjum og ætlaði upp í
Landeyjasand, en austanstormur, sem brast á, hamlaði landtöku,
og varð því að kasta farangri fyrir borð. Unnu menn rösklega að
því og ekki með fullri fyrirhyggju, því ekkert lauslegt var eftir-
skilið, annað en farviður og einn smjörstokkur, sem var bund-
inn undir þóftu.
Vcður og sjór báru skipið svo vestarlega, að enginn kostur var
að komast til Eyja og eina lífsvonin að komast í var við Þrí-
Goðasteinn