Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 54

Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 54
Ferðir Fjallamanna gengu ekki allar eins vel og nú hefur verið lýst. Fyrir kom, að skipin urðu ofhlaðin, og varð þá að kasta út einhverju af farangri á leiðinni ef versnaði í sjó. Líka kom fyrir, að skip fengu slæma lendingu við sandinn, svo að farangur blotnaði og skemmdist af þeim sökum að meira eða minna leyti. Afgreiðsla í verzlunum Vestmannaeyja gekk stundum dræmt, svo að tafir og bið urðu af. Var ekki dæmalaust, að kominn væri austanstormur, þegar loks fékkst tími til burtferðar, og þá urðu menn að gera sér aukna bið að góðu, stundum svo vikum skipti. Hún nefndist teppa. Lengsta teppa, sem ég hefi heyrt getið um, var 18 vikur. Auðunn sonur Einars fsleifssonar á Seljalandi var formaður með bát, sem fór til Eyja í sláttulokin um - eða skömmu eftir - 1870 og tepptist þar fram á miðþorra. Heimamenn voru að von- um farnir að undrast um þá, því ekkert hafði af þeim frétzt frá því þeir fóru. Þá voru engar ferðir milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja og ekki heldur tekinn upp hinn svonefndi flöskupóstur milli lands og eyja. Sjórinn sá um að koma honum til skila. Einar bfóðir Auðuns formanns var með honum í þessari för. Um jólin kvað hann þessa vísu: Léttir hann til á landsunnan, leiði kemur bráðum. Þreyjum fram á þrettándann, þömbum staup í náðum. Stundum komust Eyfellingar upp í Landeyjarnar, þegar aust- anátt bannaði lendingu við Fjallasand. f Landeyjum er oft lengur lendandi í austanátt. Oftast tókst lending vel í Landeyjum, en þó gat brugðið út af því. Skip fór frá Eyjum og ætlaði upp í Landeyjasand, en austanstormur, sem brast á, hamlaði landtöku, og varð því að kasta farangri fyrir borð. Unnu menn rösklega að því og ekki með fullri fyrirhyggju, því ekkert lauslegt var eftir- skilið, annað en farviður og einn smjörstokkur, sem var bund- inn undir þóftu. Vcður og sjór báru skipið svo vestarlega, að enginn kostur var að komast til Eyja og eina lífsvonin að komast í var við Þrí- Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.