Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 58
Þegar komið er út fyrir grunnrif, taka allir á skipinu ofan höfuð-
föt og gera bæn sína. Síðan er róið örskammt og rennt færi.
Einn háseti var hafður í landi, þegar sjór þótti athugaverður.
Var til þess valinn maður, sem var aðgætinn og hafði vit á sjó.
Átti hann að gera skipinu viðvart, ef sjór versnaði. Stóð hann
þá með veifu uppi á kampi og gekk með hana niður að sjó. Var
alltaf talið sjálfsagt að taka þetta merki til greina og róa að
landi. Þegar sjór var mjög vondur, var stanzað fyrir utan rifið.
Gaf þá landmaður merki um, hvort lendandi væri. Gerði hann
það með því að standa í skiptifjörunni, ganga þaðan niður að
sjó og baða út höndum. Áliti hann ólendandi, gekk hann þá
frá sjónum og upp á kamp. Var þá ekki annarrar lendingar að
leita en í Vestmannaeyjum. Er þangað fullur fjögra tíma
lognróður.
Þegar róið er í land, ríður mikið á, ef nokkuð brim er, að
lenda á síðasta sjónum. Tveir menn fara upp í sandinn með
böndin, þegar skipið kennir grunns. Annað bandið er bundið
í stefni skipsins en hitt undir þóftu um kinnunginn. Eru þau
nefnd kolluband og hnútuband. Ekki er hægt að styðja skipið
á floti, heldur verður að láta slá því flötu upp í fjöruna, og um
leið fara þrír menn utanundir síðu skipsins, sjóborðsmegin, og
styðja þar skipið og gæta þess, að það falli ekki á sjó. Skipið
verður að liggja á hliðinni, meðan farmur er borinn úr því.
Að því búnu er skipið rétt og það sett upp á kamp. Oftast
nær er gengið frá því á hvolfi, annars fyllist það af sandi, því
hér er vindasamt og sandfok mikið. Þegar þessu er lokið, eiga
hestar að vera komnir í sand. Um róðurinn hefur þeirra verið
gætt uppi á grösum. Þangað er alllöng leið, 2-4 km, og um
svartan sand að fara.
Mjög var þéttbýlt undir Eyjafjöllum, einkum nær sjónum.
Mun fiskiaflinn hafa átt mikinn þátt í, að svo var, því síðan
fyrir hann tók, hefur búendum fækkað um eða yfir 30. Einkum
var þéttbýlt kringum prestssetrið Holt. Voru að minnsta kosti 20
búendur á jörðum, sem lágu undir það. Sú skylda hvíldi á land-
setunum að róa á útvegi prestsins um vetrarvertíð.
Þó að oft aflaðist vel við sandinn, leituðu ungir menn til
56
Goðasteinn