Goðasteinn - 01.12.1964, Side 61

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 61
verða eftir 3-4 tíma, þá heyrði ég, hvert sem ég fór, köll litlit lambanna. Glumdi jarmið í eyrum mér, svo lengi sem syfja og þreyta hurfu ekki úr sál og líkama. Fyrsta verk kvennanna á morgnana var að mjólka ærnar, sem síðan voru reknar í haga. Aðrir voru sendir að sinna lömbunum og sitja yfir þeim daglangt. Var það gert í 3-4 daga. Að því búnu voru þau rekin á afréttinn, inn á Grænafjall. Fyrir kom, að þau vitjuðu átthaganna þaðan og fundu þá fljótt móður sína. Þau voru þá samstundis tekin, bundin niður í laupa, sett upp á reiðingshesta og flutt lengra inn á afréttinn. - Ærnar voru byrgðar í kvíunum á hverri nóttu. Klukkan 4-5 að morgni vorum við börnin vakin til að reka þær í haga niður á Aura, sem svo voru nefndir. Þar á undirlendinu var lengi aðal siægjuland jarðarinnar og sunnar mjög kjarngott beitiland. Allt þetta er nú komið í svartan sand af völdum Markarfljóts. Ég: tel mjög htépið, að nokkur jörð meðfram Þverá í Fljótshlíð hafi verið eins hart leikin og Fljótsdalur. Verður sú langa og stranga harmsaga ekki rakin hér. Yfir kvíánum var setið í 3—4 vikur. Var þeim þá sleppt og smalað kvölds og morgna. Færigrindurnar voru færðar úr stað' daglega, urðu ærnar því ekki eins blakkar á lagðinn og ella hefði orðið, og kvíastæðin ræktuðu jörðina. Bera gömlu kvía- balarnir því enn víða vitni. Heiðarbrún skildi á milli bæjarins í Fljótsdal og landsins, þar sem við sátum yfir ánum á daginn. Þar uppi í heiðinni var byggður smalakofi úr torfkekkjum, uppi á hól, þar sem vel sást til allra átta. Á kofaveggjunum voru gægjugöt fyrir okkur, svo hægt var að fylgjast með ánum inni í kofanum. Þennan kofa þurfti að endurreisa árlega, því lítið var í hann borið að efni í veggi og þak. f giijunum í kring uxu víða birkihríslur, en okkur var bann- að að taka þær í kofann okkar; hætta gat stafað af því að klifra eftir þeim, og svo áttu þær að vera friðhelgar. Ég minnist þess þó, að einatt gleymdum við þessu banni, þegar okkur vantaði við í kofaþakið. Inni í kofanum voru hlaðnir rúmbálkar við veggi og kekkjaborð á miðju gólfi. Við það mötuðumst við. Mjólk höfðu við m. a. í nesti, og hana hituðum við á hlóðum, sem Goðasteinn )9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.