Goðasteinn - 01.12.1964, Side 62

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 62
við settum upp undir einum vegg kofans. Oft urðum við þó að sötra hana kalda, því stundum gekk erfiðlega að koma lífi í eldinn, einkum í rigningu, því eldiviðurinn var einkum hrossatöð og kúadillur, sem við viðuðum saman út um hagann. Ég man, að skammt frá var djúpur farvegur vatns. í bökkum hans tíndum við mikið af fornaldarskógi og þurrkuðum til að hita við mjólk- ina okkar. Sumir lurkarnir voru svo sverir, að við rétt náðum íangi utan um þá. Ég hef stundum verið að hugsa um það síðar, að máske hafi Njáll eða Skarphéðinn farið höndum um eitthvað af þessum lurkum, því Þórólfsfell er þarna rétt hjá. Okkur fannst frjálst og skemmtilegt að búa þarna í hinni fjölbreyttu náttúru. Við kekkjaborðið okkar var meira gert en að eta og drekka, það var einnig notað sem skrifborð. Líka var þar málað. Við vorum þá bæði skáld og Hstmálarar. Ég hef stundum verið að hugsa um það nú, að „listaverk“ okkar í gamla smalakofanum hafi kanski verið í ætt við „atóm og abstrakt“, sem enginn kunni þá raunar að nefna. Við hugsuðum heldur ekki um fjármuni eða frægðarheiti fyrir verk okkar, þau voru unnin fyrir okkur sjálf en ekki fyrir heiminn. Svona rétt til gamans læt ég fljóta mcð tvö erindi úr ljóði, sem þá varð til um dalinn minn, Fljótsdal. Þau urðu víst til á kekkjaborðinu, og moldin hefur enn ekki hulið þau í minninu: Hvort ég lít þig vetur eða vor, verður sama ást, er gefur þor, þinn tignar fald og töfrahljóma alla, er tala skýrt frá brúnum Eyjafjalla. Ég fæddist hér við hjartaslögin þín, en hvar verð ég þá lífsins þróttur dvín? Má ég þá í faðmi þínum falla? Friðsæld þín er brydduð jökulskalla. En kvíánum máttum við ekki gleyma, hvað sem þessum hug- leiðingum leið. Oft tóku þær á rás, og þá urðum við að spretta úr spori á eftir þeim. Öllum hópnum urðum við að skila heim ■60 . Goðasteimi

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.