Goðasteinn - 01.12.1964, Side 63

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 63
að kvöldi. í rigningatíð var þetta erfitt verk og leiðinlegt, kof- inn okkar hriplak og hlífðarfötin voru ófullkomin. Komum við þá heim hrakin og köld. Þegar líða tók á daginn, fórum við að ganga í kringum ærnar og telja þær til að vera örugg um, að ekkert hefði tapazt. Það féll mikill skuggi á daginn, þótt ekki vantaði nema eina á að kvöldi. Erfitt var að fylgjast með, hvað tímanum leið, því engin klukka var með í förum. Forsælan var tímatal okkar. Það hagaði þannig til, að brún var suður frá bústað. okkar. Frá henni lagði skugga suður á aurana, er sól var komin í vestur. Skugginn sagði okkur örugglega, hvað tímanum leið. Ekki naut alltaf sólar. Urðum við þá að skiptast á um að fara heim undir bæ til að fregna, hvað langt væri liðið á daginn. Það var frjálst í sal fjallanna, og þar átti maður margar ógleym- anlegar ánægjustundir, en þó var gott að koma heim að kvöldi, ekki sízt, er eitthvað var að veðri. Er mér minnisstætt, hve gott var að fá heitan mat, leggjast síðan í mjúkt hvílurúm og sofna. værum svefni. Þá var líka sælt að vakna hress að morgni og eiga í vændum langan, fagran dag í yfirsetunni uppi í heiði, þar sem náttúran talaði máli, sem aldrei gleymist. Godasteinn 61

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.