Goðasteinn - 01.12.1964, Page 64

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 64
Þórður Tómasson: Sagnaþættir I. Hermann frá Vatnahjáleigu Skráð eftir frásögn Árna Ingvarssonar kennara á Mið-Skáia árið 1957 Vorið 1904 flutti ég frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum til Auðuns bróður míns í Dalseli. Það var komin í mig útþrá, og mig langaði að afla mér meiri menntunar. Þetta átti að vera áfangi á þeirri braut. Vetrarvertíðina 1906 reri ég úti í Vestmannaeyjum og undi allvel hag mínum í hópi góðra félaga, þótt sjórinn ætti ekki nema miðlungi vel við mig. Undir vor barst mér bréf frá Auðuni, bróður mínum. Ein frétt í því varð mér sérstaklega minnsstæð. Auðunn skrifaði, að Hermann Þórðarson í Vatnahjáleigu yrði hjú sitt að hálfu næsta fardagaár. Mér leizt ekki meira en svo á blikuna, af Hermanni gengu ýmsar sögur og fáar góðar, hann átti að vcra ágjarn og nízkur úr hófi fram og óþjáll í skapi. Hitt vissu líka allir, að ekki gat meira karlmenni. Fullu nafni hét hann Hermann Grímur, fæddur í Fíflholts- hjáleigu í Vestur-Landeyjum 14. marz 1858, sonur Þórðar Þórðar- sonar og konu hans, Gróu Hermannsdóttur. Þau fluttu fáum árum seinna að Efri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og áttu þar heima til dauðadags. Sagt var, að þau hefðu verið mjög fátæk, og fleira var andstætt, sum barna þeirra náðu ekki andlegum þroska, og öijnur dóu kornung. Hermann vandist snemma vosi og vinnu á sjó og landi og varð, er stundir liðu fram, afþragð ann- arra manna að harðfengi og hreysti. Fátæktin í föðurgarði varð honum sífelld hvöt til þess að verða efnalega sjálfstæður maður. 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.