Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 66

Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 66
Gat Hjörleifur engri vörn Við komið. Hermann hélt þessu taki stundarkorn og sagði: „Hérna læt ég þig nú fara, helvítið þitt, ef þú þegir ekki og verður ekki góður“. Hjörleifi féll allur ketili í eld og varð að ráði að lofa bót og betran. Leitaði hann ekki oftar á Hermann. -o- Tómas Eyjólfsson bjó um þessar mundir í Gerðakoti á Mið- nesi, mikill aflamaður og sjósóknari. Hafði hann austanmenn marga að hásetum, suma ár eftir ár. Vetrarvertíðina 1886 voru eftirtaldir Rangæingar í skiprúmi hjá honum, og kunna þó að hafa verið fleiri: Jón Lafranzson á Yzta-Skála undir Eyjafjöllum, Eiríkur og Árni Árnasynir frá Núpi í sömu sveit, Sigurhans og Lúðvík Ólafssynir frá Stóru-Mörk, Hermann í Vatnahjáleigu, Brynjólfur Jónsson í Vatnahjáleigu og Árni Guðmundsson, vinnu- maður Boga Péturssonar, læknis í Kirkjubæ. Árni í Kirkjubæ sagði draum sinn í byrjun vertíðar. Hann þóttist vera á ferð á bleikum hesti og bar hratt yfir. Djúp klettagjá varð á vegi hans. Vildi Árni sveigja hjá henni, en þess var enginn kostur, maður og hestur hröpuðu ofan fyrir hengiflugið. Vaknaði Árni við það. Skip Tómasar var tólfróið, skipað 18 mönnum. Miðvikudaginn 7. apríl var Tómas á leið tii lands í Stafnessjó með sæmilegan afla innanborðs. Vindur var á landsunnan og segl höfð uppi. Frönsk skúta sigldi sömu leið. Sá Tómas sér voða búinn af henni og hleypti upp í vindinn. Frakkarnir gerðu þá slíkt hið sama og kafsigldu skipið að bragði. Mölbrotnaði það við áreksturinn. Nokkrir skipverjar náðu í kaðla, sem héngu út af skútunni og héngu í þeim, en aðrir börðust fyrir lífi sínu á bátflakinu. Ekki hreyfðu Frakkar hönd eða fót til bjargar. Brynjólfur í Vatnahjá- leigu var hjólliðugur. Hann náði í kaðalenda og las sig upp eftir honum. í skyndi kom hann kaðli til Hermanns félaga síns. Neytti hann krafta sinna og komst skjótt upp í skútuna. Var þá snúður á karli. Frakkar héldu enn að sér höndum. Hermann æddi ham- stola að þeim, og hrukku þeir undan, eins og fjárhópur undan hundi, en brátt voru flestar hendur á lofti við að bjarga. Gekk það þó treglega, og leið nokkuð á aðra klukkustund, þar til björgun var lokið. Meirihluti skipverja, 15 rnenn, komust upp í 64 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.