Goðasteinn - 01.12.1964, Page 68

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 68
heilsaði honum og bað hann að gefa sér eitt staup. Hann neitaði. Heldur þykknaði í Hermanni við það. Sagði hann við kaupmann: „Ég er nú búinn að verzla við þig í öll þessi ár, en þú hefur aldrei gefið mér tuggu upp í kjaftinn á mér, auk heldur meira“. Kaupmanni brá svo við, að hann bað menn þá, er utar stóðu, að reka Hermann út. Hcrmann snaraðist þá inn fyrir búðarborðið að kaupmanni og tók hann undir aðra hönd sér, en hafði hina lausa. Gekk hann svo út og sópaði frá sér mönnum í leiðinni. Skammt frá búðardyrum stóð ker með lög í, er fiskur hafði verið þveginn upp úr. Að því gekk Hermann með kaupmann og bleytti vel í honum. Notaði hann til þess aðra höndina, en með hinni bandaði hann þeim frá, er viidu hjálpa fanganum. Ekki er getið neinna eftirmála. -o- Ég hafði skamma stund dvalið í Dalseli, er vinátta góð tókst með okkur. Bar þar aldrei skugga á. Reynslan kenndi mér, að Hermann var drengur góður, boðinn og búinn til að rétta þeim hjálparhönd, sem bágt áttu. Hann var að eðlisfari fremur dulur og flikaði tilfinningum sínum við fáa. Hermann hafði um vorið haft uppboð á búi sínu, er hann seldi allt nema einn hest. Pétur á Lambafelli hafði komið á upp- boðið og fengið þar augastað á rauðum hesti, 6 vetra gömlum. Pétur var þá fátækur frumbýlingur og treysti sér ekki til að ráð- ast í kaupin. Hermann vissi um þörf hans og bauðst til að lána hestverðið um óákveðinn tíma. Þáði Pétur það og teymdi hest- inn með sér heim. Rúmt ár var liðið frá uppboðinu í Vatnahjáleigu. Það var laug- ardagskvöld á túnaslætti. Við höfðum staðið í hirðingu heima i Dalseli fram á kvöld. Gekk þá að með regn. Það var háttað í íjeinna lagi. Við vorum um það bil að festa svefninn, er kvatt var dyra. Ég brá mér í föt og fór fram. Úti fyrir dyrum stóðu Pétur á Lambafelli og Jón Benónýsson, bóndi á Raufarfelli. Þeir komu austan að og höfðu fengið Sigurjón Guðjónsson í Harhra- görðum til að fylgja sér út yfir fljót. Sneri hann að því búnu heimleiðis. Pétur bað mig að ná í Hermann til viðtals. Hermann sendi orð aftur og bað Pétur að koma til baðstofu. Ég bauð 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.