Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 68

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 68
heilsaði honum og bað hann að gefa sér eitt staup. Hann neitaði. Heldur þykknaði í Hermanni við það. Sagði hann við kaupmann: „Ég er nú búinn að verzla við þig í öll þessi ár, en þú hefur aldrei gefið mér tuggu upp í kjaftinn á mér, auk heldur meira“. Kaupmanni brá svo við, að hann bað menn þá, er utar stóðu, að reka Hermann út. Hcrmann snaraðist þá inn fyrir búðarborðið að kaupmanni og tók hann undir aðra hönd sér, en hafði hina lausa. Gekk hann svo út og sópaði frá sér mönnum í leiðinni. Skammt frá búðardyrum stóð ker með lög í, er fiskur hafði verið þveginn upp úr. Að því gekk Hermann með kaupmann og bleytti vel í honum. Notaði hann til þess aðra höndina, en með hinni bandaði hann þeim frá, er viidu hjálpa fanganum. Ekki er getið neinna eftirmála. -o- Ég hafði skamma stund dvalið í Dalseli, er vinátta góð tókst með okkur. Bar þar aldrei skugga á. Reynslan kenndi mér, að Hermann var drengur góður, boðinn og búinn til að rétta þeim hjálparhönd, sem bágt áttu. Hann var að eðlisfari fremur dulur og flikaði tilfinningum sínum við fáa. Hermann hafði um vorið haft uppboð á búi sínu, er hann seldi allt nema einn hest. Pétur á Lambafelli hafði komið á upp- boðið og fengið þar augastað á rauðum hesti, 6 vetra gömlum. Pétur var þá fátækur frumbýlingur og treysti sér ekki til að ráð- ast í kaupin. Hermann vissi um þörf hans og bauðst til að lána hestverðið um óákveðinn tíma. Þáði Pétur það og teymdi hest- inn með sér heim. Rúmt ár var liðið frá uppboðinu í Vatnahjáleigu. Það var laug- ardagskvöld á túnaslætti. Við höfðum staðið í hirðingu heima i Dalseli fram á kvöld. Gekk þá að með regn. Það var háttað í íjeinna lagi. Við vorum um það bil að festa svefninn, er kvatt var dyra. Ég brá mér í föt og fór fram. Úti fyrir dyrum stóðu Pétur á Lambafelli og Jón Benónýsson, bóndi á Raufarfelli. Þeir komu austan að og höfðu fengið Sigurjón Guðjónsson í Harhra- görðum til að fylgja sér út yfir fljót. Sneri hann að því búnu heimleiðis. Pétur bað mig að ná í Hermann til viðtals. Hermann sendi orð aftur og bað Pétur að koma til baðstofu. Ég bauð 66 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.