Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 73

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 73
Hermann kom ekki heim um kvöldið, og hvergi kom hann til húsa á Hólmabæjum. Var þá sýnt ,að slys hafði orðið. Regn með vatnavexti var komið að morgni 5. febrúar. Mikið vatn féll eftir Dalselsálnum. Töldu allir víst, að þar væri Hermanns að leita. Ég lagði af stað í verið þennan dag ásamt nokkrum sveitungum mínum og gekk alla leið til Reýkjavíkur. Var ég hrakinn og þreyttur, er suður kom, og hugurinn bundinn við af- drif vinar míns, sem ég saknaði sáran. Hermanns var leitað af mannsöfnuði í marga daga án ár- angurs. Veðrátta var hin versta á útmánuðum, frost og byljir flesta daga. Þar kom, að sýnt þótti, að Hermanns væri ekki að leita í Dalselsálnum, fatapinkill hans fannst út við Ála. Var það á ferðamannaveginum vestur og upp frá Steinmóðarbæ, langt frá réttri leið. Undir vor leysti loks ísa, og lík Hermanns kom í ljós. Hafði það borizt drjúga leið suður eftir Álunum, að því er ráða mátti af fatafundinum. Hermann var fluttur að Voðmálastaðakirkju. Þar hvílir hann við hlið ástvina sinna. Ég hef kynnzt mörgum góðum mönnum um dagana. Hermann var einn sá allra bezti. II. Huldufólkið á Haugum Frá þriggja ára aldri og fram um fermingu dvaldi ég flest sum- ur hjá ömmubróður minum, Sigurði Jónssyni á Haugum í Staf- holtstungum, og konu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Kárastöð- urn í Borgarhreppi. Sigurður á Kárastöðum og Eiríkur langafi minn voru bræður. Fleiri kaupstaðarbörn áttu athvarf hjá þeim hjónum, skyld og vandalaus. Ofan við bæinn á Haugum voru klettar allmiklir. Nefndust þeir Borg í mæltu máli. Sunnan undir þeim var brekka, fjölskrúð- ug mjög. Aldrei var hún slegin. Var því trúað, að huldufólk, sem bjó í Borginni, ætti þar allan gróður. Ég man, að einu sinni ætluðu kaupamenn frá Borgarnesi að slá brekkuna. Sagði ég frænda frá því. Hann kalkði þegar kaupamennina fyrir sig, harðbannaði II Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.