Goðasteinn - 01.12.1964, Side 74

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 74
þeim að særa brekkuna og sagði um leið: „Mér hefur alltaf farn- azt vel, þó ég hafi aldrei sælzt til að slá hana.“ Stundum kom það fyrir, að eitt eða annað hvarf óvörum af búshlutum. Varð frænku þá venjulega að orði: „Það hefur verið tekið að láni og kemur aftur.“ Það brást heldur aldrei. Ég hef líklega verið 9 ára gamall, þegar þcssi atburður gerð- ist: Á fögrum degi fór frændi í útreið ásamt stálpuðum drengj- um, sem þá voru hjá honum. Ég þótti ekki ferðafær sökum æsku og undi því illa. Reikaði ég upp í Borgarbrekku og lagðist þar niður. Að skammri stundu liðinni barst mér að eyrum blítt og fagurt vöggulag sungið af konu. Varð ég þess vísari, að það hljómaði út úr hamrinum fyrir ofan mig. Um leið heyrði ég annað hljóð, sem ég kannaðist vel við, það var strokkhljóð og kom úr sömu átt. Blandaðist mér ekki hugur um, að kona var að skaka strokk sinn inni í berginu og söng við verk sitt. Hlustaði ég á þetta um stund, óttalaus, og hugðist svo snúa heim á leið. Reis ég upp á olnboga og sá í sama bragði mannsfætur standa í grasinu rétt hjá mér. Ég renndi augum ofar og varð þess vísari, að þarna var kominn ókunnur drengur á reki við mig. Hann var dökkhærð- ur, ljós í andliti, toginleitur, klæddur dökkblárri peysu og buxum með sama lit, bar íslenzka skinnskó á fótum. Við horfðumst í augu drykklanga stund, og steinþögðum. Allt í einu tók drengur- inn fjörkipp, stökk upp brekkuna, að hamrinum. Virtust þar opn- ast dyr, og sá ég á bak drengnum inn í bergið. Við það minnkaði kjarkur minn, hljóp ég til bæjar og sagði frænku, hvers ég haíði orðið vísari. Kom henni slíkt sízt að óvörum. Seinna um sumarið sat allt heimafólk á Haugum inni í baðstofu. Gekk frænka mín þá ofan og ég á eftir henni að vörmu spori. Frá baðstofustiganum var gengið til vinstri til stofu, en til hægri voru göng til hióðaeldhúss, sem var notað við brauðbakstur og ýmsa eldamennsku, aðra. Ég staldraði við, er niður kom, og þóttist sjá til frænku inni í eldhúsinu. Kallaði ég til hennar, en hún gaf því engan gaum, þreif öskutrogið, að mér þótti, og gekk rösklega með það tii bæjardyra. Lét hún sem hún sæi mig ekki, og var ég óvanur því. Ég fór í hámót á eftir henni út og ætlaði að bíða hennar við bæjarvegg. Sá ég, að hún var komin fram í íraðir með 72 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.