Goðasteinn - 01.12.1964, Side 80

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 80
Þórður Tómasson: 'ilíyiiýiizf um lii'lilii í liyiiiiiltiviiíni VI Rokkhjól Jóns í Indriöakoti Hugleiðingar um rokka og rokkasmíði Saga íslcnzkrar tóvinnu hefur enn ekki verið skráð nema í smábrotum, varla, að menn hafi ieitt hugann að sumum merkum þáttum hennar. Á það við um elzta spunatæki þjóðarinnar, hala- snælduna, sem enn heldur velli sem lifandi tæki, þrátt fyrir allar breytingar liðins tíma. Spunarokkurinn virðist ætla að falla fyrr í val sögunnar, að ekki sé minnzt á spunavélina, sem fagnað var í flestum sveitum landsins á þessari öld. Hún er að hverfa í skuggann. Spunarokkurinn er réttnefndur unglingur í sögunni miðað við halasnælduna. Ég veit ekki, hvenær hann nam hér fyrst land. Sr. Hallgrímur Pétursson talar um það í Samstæðum sínum, að snúningshjól fylgi rokki. Ekki er að efa, að íslendingar hafa kynnzt þessu nýstárlega tæki á 17. öld. Hér skal þó haft fyrir satt, að raunveruleg saga spunarokksins á Islandi hefjist með Innréttingum Skúla Magnússonar landfógeta. Almenna útbreiðslu mun hann ekki hafa hlotið, fyrr en 19. öldin gekk í garð. Margar konur hafa þeytt danska rokka á þeim árum eins og fram kem- ur í gömlu vísunni: Ræ ég mér við rokkinn minn, reiknast má það gaman. Hann hefur danskur dreiarinn dávei rekið saman. Rokkasmíðar Islendinga hefjast þó áreiðanlega á 18. öld. Er þá komið að merg þessarar greinar: 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.