Goðasteinn - 01.12.1964, Page 83

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 83
um. Hefur hann letrað á það ártal, ^ö, og fangamark konu sinnar, K E D A = Katrín Einarsdóttir á. Safnið á þrjá rokka með borðhjólum. Tveir þeirra eru með heldur grófgerðri renni- smíði, en hinn þriðji, frá Gröf í Skaftártungu, er ágætlega unninn, og fíngerður. Nafnfrægur rokkasmiður í Landeyjum var Þorkell Jónsson á Ljótarstöðum. Hélt hann nokkurskonar smíðaskóla. Byggðasafnið í Skógum á a. m. k. þrjá rokka smíðaða af Þorkeli, tvo með heilbrúðu, einn með hálfbrúðu, alla væna og verklega. Hálf- brúðan mun vera fundin upp hér á landi, alveg óvíst af hverjum, en vart mun eldri hálfbrúða nú til en á rokki Þorkels á Ljótar- stöðum. Ýmsir rokkasmiðir höfðu heilbrúðu á rokkum fram á þessa öld. Rokkar Þorkels eru allir ómálaðir. Um 1870 virðist farið að mála rokka. Fróðlegt er að bera saman rokka Þorkeis og rokk sonar hans, Guðmundar á Brekkum, í eigu byggða- s^fnsins og athuga muninn. Jón Erlendsson bóndi á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð var frægur rokkasmiður á seinni hluta 19. aldar. Rokkur Guðbjargar Sigurð- ardóttur frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, nú í eigu byggðasafnsins, er verk Jóns. Hann er úr mahogny og með látúnsgjörð, réttnefndur kjörgripur, þótt nokkru hafi hann glatað af fegurð sinni. Byggðasafnið mun eiga rokka eftir þrjá þekkta rokkasmiði í Vestur-Skaftafellssýslu, þá Steingrím Jónsson á Fossi á Síðu, Eirík Sverrisson á Fossi í Mýrdal og Svein Ólafsson í Suður- Hvammi, föður dr. Einars Ólafs Sveinssonar og þeirra bræðra. Sveinn var völundur og mun hafa smíðað tvo fegurstu rokka á íslandi. Af rokkum hafa þekkzt fieiri gerðir en hér hafa verið nefndar (skotrokkur, vambarokkur t. d.) Ég vona, að safnmenn skrái heimildir um rokka og rokka- smiði, svo sem við verður komið, um leið og þeir safna rokkun- um sjálfum. Þetta gamla tæki og gömlu smiðirnir eiga það skiiið. Rokkhjól Jóns í Indriðakoti er ein merkilegasta heimild um sunn- lenzka spunarokkinn. Ath. I byggðasafnsþætti IV cr getið frú Hildar Reykdal, á að vera Jóna ReykdaJ. Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.