Goðasteinn - 01.12.1964, Qupperneq 84
(ír annál Markúsar Loftssnnar í Hjörleifsliöfila
1868. Sunnudag II. október þ. á. lögðu 4 menn úr Skaftártungu
á svokallaðan Fjallabaksveg, það er milli Torfa- og Mýrdals-
jökuls. Ætluðu þeir suður á Suðurnes til sjóróðra. Þeir voru
Þorlákur Jónsson frá Hlíð, bóndi á Gröf í Skaftártungu, yngstur
þeirra Hlíðarbræðra, hinn röskasti maður nálægt 50 ára, annar
var Árni, sem lengi bjó í Skálmarbæ í Álftaveri, hátt á sextugu,
þriðji Jón Runólfsson frá Bakkakoti í Oddasókn, enn var þá
nl. 30 ára, fjórði Davíð sonur Jóns gamla á Leiðvelli, fimmtán
ára. Þeir voru með 4 hesta með færum sínum. Um nóttina eftir
gjörði eitt það mesta norðanveður með grimmdargaddi og snjó
til fjalla, sem stóð í fuila viku. Eftir hálfan mánuð fréttist, að
þeir væru hvergi fram komnir. Fór þá almenningur úr Leið-
vallarhreppi, úr Fljótshlíð, af Rangárvöllum og Landinu og leitaði,
sem unnt var, en fann ekkert. En um um veturinn kom hestur
Þorláks fram úr Markarfljóti. Þekktist hann af girðinsól, sem
girt hafði verið yfir hann, merkt á högldinni Þ. J. Hestur Árna
fannst vorið eftir í svokallaðri Brennivínskvísl. Hún er skammt
fyrir utan Skaftártungu. Hann var nærri horaður. Halda menn,
hesturinn hafi verið þar í fjöllunum lengst af vetrinum, en farið
í nefnda kvísl fulla af krapa. Hefði hesturinn komizt yfir hana,
hefði hann komizt alveg til átthaga sinna.
Vorið 1869 var aftur leitað af fjölda manns úr áður nefndum
sveitum og fundu enn ekkert. Liðu svo 10 ár, þangað til beinin
fundust af safnsmönnum, skammt frá alfaravegi, haustið 1878.
Þeir voru af Rangárvöllum, er fundu beinin, lágu þrír saman
undir brekánsræfli, en sá fjórði lá skammt frá.
82
Goðasteinn