Goðasteinn - 01.12.1964, Side 85

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 85
1871. 28. febrúar drukknuðu tveir menn af skipi, sem molbrotn- aði í lendingu við Dyrhólaey. Á góuþrælinn, 28. marz, reri almenningur hér í Mýrdal. Um morguninn var gott veður og lítið brim. Frá Dyrhólaey reru 4 skip. Laust fyrir hádegi jós í brimi, svo allir drógu sig að landi.. Skipin frá Dyrhólaey voru komin vestur fyrir Hvol, nál. hálfa mílu frá lendingunni og áttu að sækja móti falli og nokkrum vindi. Svo þegar þau komu austur að Dyrhólaey, var orðið ófært að lenda, en samt gjörðu tveir áttæringarnir það, og fórst þeim vel. Sá þriðji lenti og á eftir hinum, komst og á land, svo banda- menn komust upp, en í því kom sveipur að austan á fjörunni, sem greip skipið og fór með það út í lykkju, svo sjóirnir hvolfd- ust yfir það og sópuðu úr því öllu, sem laust var, ásamt fólkinu nema 4 mönnum, sem héldu sér aftur í því. Með þessa 4 menn fór skipið í brimgarðinum vestur með sandinum, víst 600 faðma. Horfði það alltaf út og inn, og hvernig sem sjóirnir gengu yfir skipið, fór það ekki af kjölnum allan þennan veg, og mennirnir stóðu í því yfir 2 tíma. Eftir það hvolfdi því og dróst út á rúmsjó og rak að Eyjafjallasandi. Af því drukknuðu 16 menn, en þremur var bjargað. Sexæringurinn fór út að drang, sem stendur þar út í sjónum,. í útsuður af Dyrhólaey, og lá þar allt fram að sólarlagi. Þá lægði heldur brimið, svo þeir réðu af að lenda, en á innsta sjó hvolfdi því, og drukknuðu af því 10 menn, en 6 var bjargað. Eftir þennan mannskaða urðu 12 ekkjur í Mýrdal, 5 í Leiðvallar- hreppi og ein á Síðu. Markús Loftsson bóndi og fræðimaður í Hjörleifshöfða (1828- 1906) skráði annál um helztu atburði 19. aldar, eða hluta hennar a. m. k. Hann er nú mjög í molum. Heimildir sínar hefur Markús að mestu haft úr prentuðum fréttablöðum, Þjóðólfi o. fl. Sjálf- stætt gildi hafa frásagnir Markúsar um atburði í Vestur-Skafta- fellssýslu. Goðasteinn 33

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.