Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 85

Goðasteinn - 01.12.1964, Blaðsíða 85
1871. 28. febrúar drukknuðu tveir menn af skipi, sem molbrotn- aði í lendingu við Dyrhólaey. Á góuþrælinn, 28. marz, reri almenningur hér í Mýrdal. Um morguninn var gott veður og lítið brim. Frá Dyrhólaey reru 4 skip. Laust fyrir hádegi jós í brimi, svo allir drógu sig að landi.. Skipin frá Dyrhólaey voru komin vestur fyrir Hvol, nál. hálfa mílu frá lendingunni og áttu að sækja móti falli og nokkrum vindi. Svo þegar þau komu austur að Dyrhólaey, var orðið ófært að lenda, en samt gjörðu tveir áttæringarnir það, og fórst þeim vel. Sá þriðji lenti og á eftir hinum, komst og á land, svo banda- menn komust upp, en í því kom sveipur að austan á fjörunni, sem greip skipið og fór með það út í lykkju, svo sjóirnir hvolfd- ust yfir það og sópuðu úr því öllu, sem laust var, ásamt fólkinu nema 4 mönnum, sem héldu sér aftur í því. Með þessa 4 menn fór skipið í brimgarðinum vestur með sandinum, víst 600 faðma. Horfði það alltaf út og inn, og hvernig sem sjóirnir gengu yfir skipið, fór það ekki af kjölnum allan þennan veg, og mennirnir stóðu í því yfir 2 tíma. Eftir það hvolfdi því og dróst út á rúmsjó og rak að Eyjafjallasandi. Af því drukknuðu 16 menn, en þremur var bjargað. Sexæringurinn fór út að drang, sem stendur þar út í sjónum,. í útsuður af Dyrhólaey, og lá þar allt fram að sólarlagi. Þá lægði heldur brimið, svo þeir réðu af að lenda, en á innsta sjó hvolfdi því, og drukknuðu af því 10 menn, en 6 var bjargað. Eftir þennan mannskaða urðu 12 ekkjur í Mýrdal, 5 í Leiðvallar- hreppi og ein á Síðu. Markús Loftsson bóndi og fræðimaður í Hjörleifshöfða (1828- 1906) skráði annál um helztu atburði 19. aldar, eða hluta hennar a. m. k. Hann er nú mjög í molum. Heimildir sínar hefur Markús að mestu haft úr prentuðum fréttablöðum, Þjóðólfi o. fl. Sjálf- stætt gildi hafa frásagnir Markúsar um atburði í Vestur-Skafta- fellssýslu. Goðasteinn 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.