Goðasteinn - 01.12.1964, Side 88

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 88
Þó ég kross með Kristó líði, kalla má það æðstu prýði. Þegar linnir þessu stríði þá er unninn sigurinn. Þú ert Jesús minn, minn. Úti er þá eymd og kvíði, ég kem þar sem dýrðin skín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Sú réttlætis sólin skæra, sem mig kann að endurnæra, úr eymdardalnum upp að færa í fagnaðarhimininn. Þú ert Jesús minn, minn. Sé þér dýrð og sungin æra sögð af tungu mín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Láttu mig vanda lofgjörð þína lífs um alla hérvist mína. Þegar ævidagarnir dvína í dýrð himnanna leið mig inn. Þú ert Jesús minn, minn. Horfin er þá hryggð og pína og hólpin sálin mín Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. Guð að sjá og Guðs útvalda, gleði að ná um aldir alda, hana að fá og henni halda hjálpi mér dýrðarkóngurinn. Þú ert Jesús minn, minn. Þér lof tjá og það margfalda, það skal kvæðisending mín. Hægist mér í hvert sinn ég hugsa til þín. .‘86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.