Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 90
Goðasteinn þriggja dra
Með þessu hefti lýkur 3. árgangi tímaritsins Goðasteinn. Árið
1962 hóf rit þetta göngu sína með aðeins einu hefti. Næsta ár
komu út tvö hefti, og á þessu ári eru heftin þrjú. Óhætt mun
að fullyrða, að Goðasteini hafi mætt velvild og góður skilningur,
hvert sem leið hans hefur legið. Þetta hefur komið fram í sam-
tölum við lesendur og í mörgum bréfum frá þeim. Einnig hafa
ekki fáir orðið tii að rita um hann í blöð og tímarit og farið um
hann lofsamlegum orðum. Þessu fögnum við og erum þakklátir
fyrir og væntum þess, að rit okkar megi njóta sívaxandi vin-
sælda.
Fjöldi áskrifenda er orðinn allmikill og heldur áfram að auk-
ast. Munu nú cinhverjir finnast í öllum sýslum og kaupstöðum
landsins. Flestir eru þó kaupendurnir á Suðurlandi og þá eink-
um í Rangárvallasýslu. Fjöldi ágætra karla og kvenna hafa á
þessum árum orðið Goðasteini að liði, lagt honum til efni, unnið
að útbreiðslu og innheimtu og á margan annan hátt stuðlað að
viðgangi hans. Fyrir þessa margvíslegu aðstoð færum við hlut-
aðeigandi alúðarþakkir okkar og vonumst til, að góð samvinna
okkar megi halda áfram í framtíðinni.
En þrátt fyrir vaxandi útbreiðslu, er fjárhagur ritsins ekki
tryggur. Margir hafa þó lagzt á eitt, til þess að Goðasteinn mætti
halda áfram göngu sinni. Er þar í fyrsta lagi að nefna hina mörgu
skilvísu kaupendur, sem sumir hverjir hafa goldið hærra verð
en þeim bar og sýnt þannig hug sinn til ritsins í verki. Þá hafa
mörg fyrirtæki auglýst af miklum höfðingsskap á síðum þess og
goldið fyrir ærið fé. Og að síðustu viljum við svo refna með
alúðarþökk þær stofnanir, er beinlínis hafa lagt fé c.f mörkum
88
Goðasteinn