Goðasteinn - 01.12.1964, Side 91

Goðasteinn - 01.12.1964, Side 91
riti okkar til styrktar, en þær eru: Menningarsjóður Kaupfélags Rangæinga, Búnaðarsamband Suðurlands, sýslunefnd Rangárvalla- sýslu og sýslunefnd Vestur-Skaftafeilssýslu. Styrkir þessara aðila hafa verið okkur afar mikilvægir og létt mjög róðurinn í útgáfu- starfinu. Við höfum hugleitt ýmsar nýjungar á næsta ári, en óvíst er enn, hvort þær komast í framkvæmd að sinni. Margir hafa hvatt okkur til að stækka ritið og hafa að minnsta kosti fjögur hefti árlega. Einnig hafa ýmsir mælzt til þess, að notaður yrði betri og dýrari pappír í það. Við munum reyna að koma til móts við óskir lesenda okkar eftir getu. Hvort við getum tekið í notkun betri pappír, mun koma í ljós, þegar fyrsta hefti 4. árgangs kem- ur út snemma á næsta ári. Þá munum við einnig skýra frá, hvort um fjölgun hefta verður að ræða og hvert er áætlað verð þess árgangs. Okkur er nauðsynlegt að áskrifendum fjölgi nokkuð frá því sem nú er. Því biðjum við lesendur okkar og aðra, sem stuðla vilja að viðgangi Goðasteins, að hjálpa okkur við að efla út- breiðslu hans og fjölga áskrifendum. Vonumst við til, að svo megi verða, og við munum sízt láta okkar eftir liggja til að búa Goðastein sem bezt úr garði. Ú tgefendur. Leiðréttinð Nokkrar villur slæddust með í nemendatali Skógaskóla í 2. hefti 3. árg. Goðasteins. Gefst vonandi tóm til að leiðrétta þær síðat. Nafn eins nemanda hafði fallið niður og var það: Elín Jóna Jónsdóttir, 1. 4. 1944, Vík, Mýrdal, V. Skaft. Hún stundaði nám í Skógum 1960-1961. Goðasteinn 89

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.