Goðasteinn - 01.03.1971, Side 17

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 17
standa straum af aukakostnaði, scm hlytist af biðtíma skipa vegna brims, fram yfir ákvcðinn og umsaminn fjölda uppskip- unardaga. Náði þetta fram að ganga og svaraði það á vissan hátt til fjár, sem hið opinbera varði til hafna og lendingarbóta í öðrum landshlutum. Hélzt þessi skipan, þar til brúuð höfðu verið öll stórfljót á lciðinni frá Reykjavík til Vestur-Skaftafelis- sýslu, og flutningar með bifreiðum leystu af hólmi áhættusamar siglingar og vöruuppskipun á brimströndina, er hefur óslitið úthaf að balci allar götur til Suðurskautslandsins. Síðan breyttust allar aðstæður við verzlun og flutninga við tilkomu vöruflutningabíls- ins og leiddi sú breyting til þess að Kaupfélag Hallgcirseyjar fluttist frá ströndinni í Landeyjum upp í Hvolsvöll, þar sem það er nú. Línum þcssum skal lokið með því að greina frá því, að aðalforgöngumaður að stofnun Kaupfélags Hallgeirseyjar var hinn fjölgáfaði framfaramaður, séra Jakob Ó. Lárusson í Holti. Starfs- lið var aldrci margt fyrstu árin. Fyrsti bókhaldari félagsins var Þorvaldur Stcphensen frá Holti í Önundarfirði, mikill og ör- uggur skrifstofumaður. Síðan réðist þangað Ágúst Einarsson frá Miðey, eftir að hann hafði lokið prófi frá Samvinnuskólanum. Vann hann félaginu lengi og vel og varð síðar eftirmaður minn í starfi. Þá er og að geta hins mikilvirka skrifstofu- og afgreiðslu- manns, Gunnars Vigfússonar frá Flögu, sem góðu heilli gerðist starfsmaður í Hallgeirsey þegar á öðru starfsári. Þá vil ég sér- staklega minnast hins fjölhæfa gáfu- og menningarmanns, Sigurð- ar Vigfússonar frá Brúnum, scm var ígripamaður hjá félaginu öll fyrstu árin og jafnvígur til allra starfa. Hann er einn ógleym- anlegasti gáfu- og gæðadrengur, sem ég hef kynnzt! Þá er að minnast manna, sem mjög komu við sögu Kaupfélags Hallgeirseyjar fyrstu árin, og það voru formenn á bátum þeim, cr hafðir voru til út- og uppskipunar þarna á brimströndinni. Er þar fyrstan að telja Guðjón Jónsson bónda í Haligeirsey, síðar hreppstjóra í Austur-Landeyjum, sem var einn hinna fæddu for- ystumanna til sjósóknar frá brimströndinni og ætíð var til ráðu- neytis um, hvenær skyldi „kalla“ til flutninga. Aðrir brimstrand- arformenn, sem þarna komu við sögu, voru Sæmundur Ólafsson, Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.