Goðasteinn - 01.03.1971, Page 62

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 62
fulla peninga fyrir innan sjö nátta eftir góðra manna virðingu.“ Jón Ásmundsson lögmaður úrskurðaði þennan dóm löglegan, og var jörðin Kollabær í Fljótshlíð virt í jarðarverðið fyrir 50 hundr- uð og þar til 10 búfjár kúgildi. Af þessu má þá líka sjá, að Stóri- Dalur er virtur til 60 hundraða á þessum tíma. Þessi dómur kom þó ekki til framkvæmda. Loftur hélt Stóra- Dal og kemur jörðin við sögu árið 1430, er Loftur gefur sonum sínum og Kristínar Oddsdóttur löggjafir í bréfi 20. apríl, en þar ákveður hann ómagavist í Dal, og skal ómaginn vera af ætt Gísla Andréssonar hins ríka í Mörk, sem þá var dáinn (d. 1428). Þetta ákvæði er helztu rök þess, að telja Guðrúnu Haraldsdóttur móður Gísla. Frá Lofti ríka (1432) gekk Stóri-Dalur að erfðum til Eiríks sonar hans á Grund í Eyjafirði og frá honum (1473) til sonar hans, Sumarliða, en þá er það, scm ætt Helga Styrssonar rís upp og krefst réttar síns. Sumarliði seldi Þorleifi Björnssyni hirðstjóra Stóra-Dal 24. nóv. 1473. Sonarsonur Helga hirðstjóra, Helgi Teits- son, kærði söluna og gcrði þá kröfu, að honum yrði dæmd jörðin eftir dómnum, sem áður er um getið. Leiddi það til þess, að dómur útnefndur af Erlendi Erlcndssyni sýslumanni í Rangár- vallasýslu dæmdi „Helga Teitssyni jörðina Efra-Dal undir Eyja- fjöllum til fullrar eignar og frjáls forræðis. En Þorleifur Björnsson eiga aðgang með lögum að jörðinni Kollabæ og þeim 10 kúgild- um, er þar voru til virð fyrir jörðina Efra-Dal (fsl. fornbréfasafn V, bls. 803-804).“ Guðmundur Eiríksson bóndi í Kollabæ vildi ekki láta jörð sína lausa, og var hann dæmdur til að afhenda hana með dómi, sem felldur var í Fíflholti 30. okt. 1475. Hafði Guðmundur ekkert skjal fyrir Kollabæ, og virðist svo sem jörðin hafi legið laus fyrir til afhendingar móti Stóra-Dal, frá því, er dómurinn gekk Helga Styrssyni í vil. Þorvarður Eiríksson frá Grund, bróðir Sumarliða, varð bóindi í Stóra-Dal og þaðan fór hann í Krossreið 1471 með Narfa Teits- syni, bróður Helga. Var þá drepinn Magnús Jónsson bóndi á Krossi. Veturinn eftir varð Þorvarður úti á Mýrdalssandi. Ekkja Magnúsar, Ragnheiður Eiríksdóttir, giftist Eyjólfi Einarssyni frá Möðrufelli í Eyjafirði, lögmanni og hirðstjóra. Ætla má, að 60 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.