Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 62

Goðasteinn - 01.03.1971, Qupperneq 62
fulla peninga fyrir innan sjö nátta eftir góðra manna virðingu.“ Jón Ásmundsson lögmaður úrskurðaði þennan dóm löglegan, og var jörðin Kollabær í Fljótshlíð virt í jarðarverðið fyrir 50 hundr- uð og þar til 10 búfjár kúgildi. Af þessu má þá líka sjá, að Stóri- Dalur er virtur til 60 hundraða á þessum tíma. Þessi dómur kom þó ekki til framkvæmda. Loftur hélt Stóra- Dal og kemur jörðin við sögu árið 1430, er Loftur gefur sonum sínum og Kristínar Oddsdóttur löggjafir í bréfi 20. apríl, en þar ákveður hann ómagavist í Dal, og skal ómaginn vera af ætt Gísla Andréssonar hins ríka í Mörk, sem þá var dáinn (d. 1428). Þetta ákvæði er helztu rök þess, að telja Guðrúnu Haraldsdóttur móður Gísla. Frá Lofti ríka (1432) gekk Stóri-Dalur að erfðum til Eiríks sonar hans á Grund í Eyjafirði og frá honum (1473) til sonar hans, Sumarliða, en þá er það, scm ætt Helga Styrssonar rís upp og krefst réttar síns. Sumarliði seldi Þorleifi Björnssyni hirðstjóra Stóra-Dal 24. nóv. 1473. Sonarsonur Helga hirðstjóra, Helgi Teits- son, kærði söluna og gcrði þá kröfu, að honum yrði dæmd jörðin eftir dómnum, sem áður er um getið. Leiddi það til þess, að dómur útnefndur af Erlendi Erlcndssyni sýslumanni í Rangár- vallasýslu dæmdi „Helga Teitssyni jörðina Efra-Dal undir Eyja- fjöllum til fullrar eignar og frjáls forræðis. En Þorleifur Björnsson eiga aðgang með lögum að jörðinni Kollabæ og þeim 10 kúgild- um, er þar voru til virð fyrir jörðina Efra-Dal (fsl. fornbréfasafn V, bls. 803-804).“ Guðmundur Eiríksson bóndi í Kollabæ vildi ekki láta jörð sína lausa, og var hann dæmdur til að afhenda hana með dómi, sem felldur var í Fíflholti 30. okt. 1475. Hafði Guðmundur ekkert skjal fyrir Kollabæ, og virðist svo sem jörðin hafi legið laus fyrir til afhendingar móti Stóra-Dal, frá því, er dómurinn gekk Helga Styrssyni í vil. Þorvarður Eiríksson frá Grund, bróðir Sumarliða, varð bóindi í Stóra-Dal og þaðan fór hann í Krossreið 1471 með Narfa Teits- syni, bróður Helga. Var þá drepinn Magnús Jónsson bóndi á Krossi. Veturinn eftir varð Þorvarður úti á Mýrdalssandi. Ekkja Magnúsar, Ragnheiður Eiríksdóttir, giftist Eyjólfi Einarssyni frá Möðrufelli í Eyjafirði, lögmanni og hirðstjóra. Ætla má, að 60 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.