Goðasteinn - 01.03.1971, Side 65

Goðasteinn - 01.03.1971, Side 65
talið cr eign Dalskirkju. Árið 1709 er jarðeignin dreifð til erf- ingja Markúsar. I byrjun 18. aldar bjó sr. Þorvaldur Björnsson í Stóra-Dal, giftur Ragnheiði Markúsdóttur frá Ási, sem átti 10 hundruð í heima- jörðinni. Önnur 10 hundruð átti systurdóttir Ragnheiðar, Rann- veig Isleifsdóttir frá Suður-Reykjum, gift Guðna syni sr. Þorleifs Kláussonar. Þau bjuggu í Stóra-Dal 1729. Um Dalssel má geta þess, að það var 1709 í eigu Einars ísleikssonar í Eyvindarholti. Ingibjörg dóttir hans giftist ísleifi Magnússyni frá Höfðabrekku. Sonur þeirra var Gissur í Dalsseli faðir ísleifs á Seljalandi og Þórodds í Dalsseli. I eigu niðja þeirra var Dalssel fram um aldamótin 1900. Guðfinna ísleifsdóttir frá Suður-Reykjum giftist Grími Jóns- syni lögréttumanni á Brekkum, sem hafði fjárhald Dalskirkju 1741. Ingibjörg dóttir Einars Isleifssonar lögréttumanns frá Suður- Reykjum giftist Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni í Hjálmholti. Sonur þeirra, Einar á Hlíðarenda í Ölfusi, hafði fjárhald Dals- kirkju 1781. Sigurður Sigurðsson landsþingsskrifari á Hlíðarenda, bróðir Bynjólfs í Hjálmholti, hafði um skeið fjárhald Dalskirkju og síðar tengdasonur hans, Markús Magnússon stiftsprófastur. Sigurður landsþingsskrifari bolaði burt frá Barkarstöðum í Fljóts- hlíð Eiríki Erlendssyni, niðja Hjaita og Önnu á Stóru-Borg, og fékk honum fyrir eign hans í Barkarstöðum Dalshjáleiguna Murnavöll. Þá orti Eiríkur: Murnavöll úr býtum bar fyrir Barkarstaða partinn minn og í millum ekki par, allir sjá þau viðskiptin. Um aldamótin 1800 keypti Páll Guðmundsson, síðar bóndi á Keidum, Dalstorfuna að miklum hluta. Megin þeirrar eignar seldi hann um 1820 Sæmundi Ögmundssyni hinum ríka í Eyvindarholti og hluti hennar er enn í eigu niðja hans á Barkarstöðum í Fijóts- hlíð. Saga Stóra-Dals á liðnum öldum er saga eyðingar og hrörnunar. Markarfljót braut niður mikinn hlut af graslendi jarðarinnar á Goðasteinn 63

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.