Úrval - 01.03.1979, Síða 14
12
lJRVAL
Þeir voru 47. Þeir höfðu verið
teknir í herinn í kínverska hverfinu r
New York. Þeir sem skráðu þá voru
kínverskir ameríkanar, trúir landi
sínu og samvikusamir, en þeir höfðu
gleymt að taka tillit til þess, að þótt
enska sé tungumál númer tvö í kína-
hverfinu, er hún sannarlega númer
eittí bandaríska hernum.
Hinir kennararnir voru farnir. Ég
varð að vera kaldur og yfirvegaður.
,,Ég er kennarinn ykkar! ” öskraði ég í
samræmi við þá margprófuðu
kenningu og allir skilji ensku, bara ef
hún er hrópuð nógu hátt. Mennirnir
kinkuðu ákaft kollum, fullir
samúðar. ,,Fyrst lærum við
fyrirskipanirnar,” hélt ég áfram.
Einn eða tveir voru svo ánægðir með
mig að þeir klöppuðu, en hinir
veifuðu mér vingjarnlega.
,,Þegar ég segi „Standið rétt!”
standið þið uppréttir, með hendur
niður með síðum, svo þumlarnir liggi
við sauminn á skálmunum, og
hælana saman.” Ég sýndi þeim
hvernig. Svo þrumaði ég:
„Staaaandiið RÉTT!” Enginn
hreyfði sig. Ég gekk til þeirra þreif í
hávaxinn mann með langt andlit og
lafandi hár og kippti honum á fætur.
„Staaandiið RÉTT!” hrópaði ég
aftur, og sleppti manninum. Hann
heyktist til jarðar. En þegar ég hafði
rykkt honum upp fimm eða sex
sinnum og endurtekið skipunina,
lánaðist honum að halda jafnvæginu
á tveim fótum þótt ég sleppti honum
— í keng þó. Ég var orðinn þreyttur
og gaf frímínútur, hélt yfir í herversl-
unina, keypti mér dós af bjór og
hugleiddi í alvöru að sækja um að
verða fluttur í sjóherinn.
Þegar nemendur mínir sýndu enga
framför eftir viku, fór ég að hafa
áhyggjur af því að umsókn mín um
að komast í gagnnjósnaþjónustuna
kynni að verða tekin til endur-
skoðunar. Ég jók tilraunir mínar um
helming og næstum allur hópurinn
reyndi að koma til móts við mig. En
tveir úr hópnum, Tien Hung og Tom
Chen voru alveg ómögulegir, á sinn
ljúfa og trygglynda hátt. Tien Hung
var feitur og glaðlyndur, Tom Chen
langur og skinhoraður. Tien Hung
brást eins við öllum skipunum: Hann
snarstansaði, tók með höndunum
fyrir andlitið, gægðist feimnislega
milli fingranna og sagði: ,,Tien
Hyng. Ég kokkur.” Þá sagði ég:
,,Tien Hung, þú ekki kokkur. Þú
hermaður.” Þetta var nóg til að fá
Tien Hung til að veina af hlátri.
Þegar Tom Chen heyrði einhverja
fyrirskipun, endurtók hann hana
hástöfum, — en gerði svo þveröfugt.
Og meðan ég barðist þessari baráttu,
bjuggust þjóðverjar til að taka Krít og
Rommel hrakti breta á undan sér til
Súes.
Ég skammaðist mín svo fyrir
hópinn, að ég hætti að þjálfa hann á
vellinum, heldur smaiaði honum út í
skóg þar sem enginn sá okkur. Dag
nokkurn kom blaðamaður frá staðar-
blaðinu tii okkar. Honum hafði
borist til eyrna að leynilegur,