Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 19
LEYNDARMÁL EGYPSKU MÚMIÁNNA
17
egyptar til forna gerðu smyrlinga-
listina næstum að fullkomnun.
Það vom egypsku sandarnir, sem
heitt loftið hitar, sem gerðu hinar
fyrstu, eðlilegu múmiur. Ég hef séð
5000 ára líkami sem fundist hafa í
gmnnum eyðimerkurgröfum, sem
þeir vom látnir kistulausir í. Á tímum
faraóanna komst sá siður á að varð-
veita lík í lokuðum gröfum, þar sem
dýrin næðu ekki í þau, og smyrlinga-
gerð varð að iðnaði sem beindist að
því að gera með mannahöndum það
sama og eyðimörkin gerði til þess að
varðveita jarðneskar leifar.
Elstu múmíurnar, sem vitað er um,
em nokkur vel varðveitt sýnishorn frá
tímum fimmtu konungsættarinnar
— eða frá þvi um 2500 fyrir Krist.
Smyrlingalistin viðgekkst þaðan i frá
um þrjú þúsund ár, með blómaskeiði
um árið 1000 fyrir Krist.
Múmíurnar sofa eilífðarsvefni,
skopnar og dökkar, hvorki skelfilegar
né viðbjóðslegar, heldur sína þær
flestar hverjar einhverjar mannlegar
hliðar. Þær brosa, ygla sig, gapa, em
friðsælar á svip eða einfaldlega
dreymnar. Múmiur karla af konunga-
kyni em venjulega með hendurnar
krosslagðar á bringunni, en konur
með hendur niður með siðum.
Tilgangur múmíugerðarinnar var
að varðveita einkenni viðkomandi
manns út yfir endimörk dauðans. Og
raunin var sú, að frakkar tóku á móti
Ramsesi II sem þjóðhöfðingja sæmdi,
þegar hann kom til Parísar árið 1976
til að leita sér lækninga við
, ,safnaveiki”. Sveppagróður hafði
komist í sýningarbox það sem múmía
Ramsesar var varðveitt í á þjóðminja-
safninu i Kairó. Hans hágöfgi —
fyrsta konunglega múmían, sem farið
hefur frá Egyptalandi — var borinn
milli heiðursvarða með brugðnar
byssur út af flugvellinum. Franskir
sérfræðingar „læknuðu” síðan
Smyrjari að störfum — með sjakalagrímu.