Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 20
18
ÚRVAL
Ramses giftusamlega með kóbalt-60
geislun og sendu hann svo aftur
heim.
Klassísk lýsing er til á egypskri
smyrlingalist. Hana reit gríski sagn-
fræðingurinn Heródótus á fímmtu
öld fyrir Krist. Þar kemur fram, að til
vom þrenns konar jarðarfarir. Fyrsta
flokks jarðarför var vitaskuld dýmst.
Þá bám burðarmenn líkið um borð í
ferju á Nll. Ferjan flutti það yfir á
vestri bakkann, og þaðan var hinn
látni borinn í viðhafnarfylgd að tjaldi
smyrjaranna.
Þar var líkið hreinsað gaum-
gæfílega, og undir tóni presta tóku
handverksmennirnir til starfa.
Yfírsmyrjarinn bar sjakalagrímu — ef
til vill fyrst bergmál frá þeim dögum
þegar sjakalar snösuðu um í gmnnum
eyðimerkurgröfum, en seinna ímynd
guðsins með sjakalahausin —
Anúbis, leiðsögumaður látinna sálna.
Þessu næst kom hinn skelfilegi
skurðarmaður. Samkvæmt frásögn
gríska sagnfræðingsins Díódómsa
gerði skurðarmaðurinn um 12 senti-
metra langan skurð í síðu iíksins, en
flúði síðan eins og fætur toguðu
undan grjótkasti og formælingum —
táknrænni refsingu fyrir að skadda
mannslíkama. Nú tóku aðrir hand-
verksmenn við og hreinsuðu út úr
skrokkunum, smyrja innvolsið og
koma því fyrir í fjómm steinkerjum,
sem jarðsett vom með múmíunum.
Heilinn var fimlega soginn út. Aðeins
hjartað var skiiið eftir, aðsetur
samviskunnar, það átti að vigtast x
dauðheimum. Skrokkurinn var
hreinsaður innan með pálmavíni og
smurður með fljótandi viðarkvoðu
gegn sníkjudýmm og gróðri.
Mannslíkaminn er vökvi að þremur
fjórðu hlutum. Það er atvinnu-
leyndarmál smyrjaranna hvernig þeir
fóm að því að þurrka líkin. Nútíma
vísindamenn hafa látið sér detta í hug
að þurrt natrón, sem inniheldur
sódíum bíkarbónat og sódíum klóríð,
hafí verið látið hjúpa líkið. Það hefði
tekið 35-40 daga að eyða líkams-
vökvunum á þann hátt. Til þeirrar
tímalengdar er og vitnað í fyrstu
Mósebók, er Jósef sá um útförjakobs,
föður síns: ,,Og Jósef bauð þjónum
sínum, læknunum að smyrja föður
sinn . . . Og til þess gengu fjörutíu
dagar, því að svo lengi stendur á
smurningunni.”
Að þurrkuninni lokinni tóku
fagurfræðingarnir við og fylltu
skrokkinn upp með líni, eða sagi, til
þess að gefa honum fyllingu á ný.
Síðuskurðinum var Iokað með
gullplötu, neglur á tám og fingrum
vom litaðar með henna (rauðbrúnn
litur, unninn úr hennaurt), hár
kvenna fléttað og eðalsteinar settir í
stað augna, sem vantaði. Mikillar
vandvirkni var gætt við að viðhalda
andlitsdráttum; þeir vom megin
vitnisburðurinn um persónu hins
látna. Loks vom líkamirnir smurðir
ilmefnum — sem enn má kenna
þefínn af hjá mörgum múmíum —
og þoks þaktir fljótandi trjákvoðu.