Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 32

Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 32
30 að hætta tíu lífum til þess að geta fullnægt einhverjum siðareglum þegar sá ellefti, sem þegar var dauðanum dæmdur, hrykki upp af. Mennirnir voru orðnir órólegir. En Henry gat ekki fengið sig til að fara frá manni, sem enn hafði goluna. Svoleiðis gerðu siðaðir menn einfaldlega ekki. Svo hann leitaði málamiðlunar. Hann bað tvo sjálfboðaliða að verða um kyrrt hjá Glass þangað til yfir lyki, grafa hann þá og koma svo hraðfari á eftir hópnum. Unglingspiltur að nafni Jim Bridger, 19 ára og ekki fullvaxinn, bauðst þegar í stað til að verða eftir. Henry leit á hina. Loks tók John Fitzgerald til máls. Þetta var ekki sanngjarnt, sagði hann. Þetta þýddi það sama og mana indjánana til að koma og ná í höfuðleðrin. Kannski myndi viðkomandi missa af haust- veiðinni, ef hann kæmi ekki 1 tæka tíð til virkisins. En ef Henry gæti nú gert þetta eitthvað eftirsóknarverðara . . . og Henry hét þeim, sem gæfi sig fram, 40 dollurum. Fitzgerald sló til. Fjörutíu dollarar voru tveggja eða þriggja mánaða kaup. Svo átta af hópnum héldu áfram, en skildu Bridger og Fitzgerald eftir til að husla Glass. Næsta morgun var Glass enn lifandi. Hvað nú ef hann tórði 1 nokkrar vikur? Hvað gátu þeir þá gert? Fjórða morguninn var Bridger fyrst í stað ekki lengur viss um, hvort Glass var lífs eða liðinn. Hann virtist í ÚRVAL svo djúpum svefni, að vandséð var að hann drægi andann. Undir kvöldið lét Fitzgerald að því liggja að þeir Bridger væru dýrlingum líkastir að hafa verið svona lengi hjá Glass og hætta með því eigin lífum. Þeir væru svo sannarlega búnir að vinna fyrir meiru en þessum 40 dollurum. Næsta morgun hafði Glass enn hjarað á þvermóðskunni og opnaði augun. En þau voru óskír og Bridger var alls ekki viss um, að hann gæti séð. Hann sagði Fitzgerald frá þessu, en Fitzgerald var farinn að pakka saman. ,,Eg er að fara héðan, Bridger,” sagði hann. , ,Við höfum dvalið hér of lengi. Henry ætlaðist aldrei til að við biðum hér í fimm daga, bara fyrir 40 dollara. Hann hélt að við kæmum rétt á hæla þeim. Það er ekkrt vit í þessu.” Bridger sagði ekkert. Hann leit á Glass, og sá að höfuð hans valt máttleysislega sitt á hvað. Kannski var hann með óráði. Samt fannst Bridger, að Glass sæi hvað var á seyði, ef til vill heyrði hann líka. ,,Eg er tilbúinn,” sagði Fitzgerald. „Kemurðu með eða ætlarðu að vera?” ,,Ég get ekki farið,” sagði Bridger vandræðalega. ,,Þú veist, hvað indjánarnir gera við þig, drengur! Kannski raða þeir í þig furunálum og kveikja í þeim, svo þú stiknir hægt. Kannski flá þeir þig lifandi.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.