Úrval - 01.03.1979, Side 33
MAÐURINN SEM EKKI VILDl DEYJA
31
Bridger svaraði ekki.
„Svona, komum okkur af stað,”
skipaði Fitzgerald. ,,Ég er ekki
tiibúinn til að deyja strax, ekki fyrir
hræ.” Bridger starði vantrúaður á
hann. ,,Hirtu hnífínn hans og
byssuna og allt hitt,” skipaði
Fitzgerald hörkulega. ,,Maður skilur
ekki dauðs manns hluti eftir, þegar
maður grefur hann. Komdu með
draslið. Og við grófum Glass gamla.
Mundu það, strákur!
Bridger gekk sem í leiðslu við
hliðina á burðarklárnum á eftir
Fitsgerald. Þeir voru komnir langa
leið, áður en tilfinningar hans
vöknuðu aftur. Þá varð hann yfir sig
reiðurog dálítið flökurt.
ÞEGAR Glass rankaði við sér, vissi
hann hvað gerst hafði. Hann sagði sln
fyrstu orð, síðan hann varð fyrir
árásinni, og þau urðu til að fullvissa
hann um stöðu hans: „Helvítis
hundingjarnir fóru og skildu mig
eftir til að deyja. Þeir tóku allt sem ég
átti.” Það sem eftir var dagsins velti
hann málinu fyrir sér. Næsta morgun
hafði hann ákveðið að jafna metin við
þá Bridger og Fitzgerald.
Hefndarþorstinn gagntók hann.
Honum taldist til að hann og
veiðiflokkurinn hefðu ferðast 400
kílómetra síðan þeir fóru frá Fort
Kiowa, en samt væri miklu lengra
eftir til Fort Henry, en þangað hafði
hópurinn farið. Það var líka mest
niðurí móti til Fort Kiowa.
Áður en fyrsti ferðadagur Glass var
hálfnaður, var hann yfírkominn af
þreytu. Hann hafði hafið ferðina með
því að skrfða meðfram læk. Flest sár
hans höfðu opnast og voru farin að
blæða á ný. Það leið næstum yfír
hann af sársauka hvað eftir annað, og
hann var svo veikburða að honum
fannst sem hann bæri þunga klyf.
Hann komst ekki nema röskan
kílómeter þann dag. Á sömu lund fór
næsta dag, og líðanin var ámóta. Á
þriðja degi þótti honum heldur betur
ganga. En með þessu móti drægist
hann aldrei 400 kflómetra.
Tveimur dögum seinna kom hann
að úlfum sem voru að rffa f sig
vísundakálf. Þegar kálfurinn var hálf-
étinn og úlfarnir orðnir saddir og
latir, dróst Glass á fæturna og
öskraði. Úlfarnir drógust burtu.
Þegar Glass koma að kálfinum,
kraup hann varlega til að reyna að
láta ekki fleiri sár opnast. Hann taldi,
að úr kálfinum fengi hann aftur það
blóð, sem hann hefði tapað. Hann
reif sér bita af hráu kjötinu og tróð
þeim upp í sig. ,,Eg skal lifa!”
hugsaði hann. ,,Eg skallifa. ' ’
Þegar hann hélt frá hræinu eftir
nokkurra daga hvíld, gekk hann loks
uppréttur. Hann var fullur bjartsýni.
Nú gæti hann náð sér f héra eða
greifingja, ef hann væri snöggur og
heppinn. Hann hélt áfram, hægt en
örugglega, og taldi sig nú komast
milli tfu og tuttugu kílómetra á dag.
Hugur hans var ýmist fullur af
fögnuði yfir því að vera lifandi eða
altekinn hefndarhug yfír að hafa