Úrval - 01.03.1979, Page 33

Úrval - 01.03.1979, Page 33
MAÐURINN SEM EKKI VILDl DEYJA 31 Bridger svaraði ekki. „Svona, komum okkur af stað,” skipaði Fitzgerald. ,,Ég er ekki tiibúinn til að deyja strax, ekki fyrir hræ.” Bridger starði vantrúaður á hann. ,,Hirtu hnífínn hans og byssuna og allt hitt,” skipaði Fitzgerald hörkulega. ,,Maður skilur ekki dauðs manns hluti eftir, þegar maður grefur hann. Komdu með draslið. Og við grófum Glass gamla. Mundu það, strákur! Bridger gekk sem í leiðslu við hliðina á burðarklárnum á eftir Fitsgerald. Þeir voru komnir langa leið, áður en tilfinningar hans vöknuðu aftur. Þá varð hann yfir sig reiðurog dálítið flökurt. ÞEGAR Glass rankaði við sér, vissi hann hvað gerst hafði. Hann sagði sln fyrstu orð, síðan hann varð fyrir árásinni, og þau urðu til að fullvissa hann um stöðu hans: „Helvítis hundingjarnir fóru og skildu mig eftir til að deyja. Þeir tóku allt sem ég átti.” Það sem eftir var dagsins velti hann málinu fyrir sér. Næsta morgun hafði hann ákveðið að jafna metin við þá Bridger og Fitzgerald. Hefndarþorstinn gagntók hann. Honum taldist til að hann og veiðiflokkurinn hefðu ferðast 400 kílómetra síðan þeir fóru frá Fort Kiowa, en samt væri miklu lengra eftir til Fort Henry, en þangað hafði hópurinn farið. Það var líka mest niðurí móti til Fort Kiowa. Áður en fyrsti ferðadagur Glass var hálfnaður, var hann yfírkominn af þreytu. Hann hafði hafið ferðina með því að skrfða meðfram læk. Flest sár hans höfðu opnast og voru farin að blæða á ný. Það leið næstum yfír hann af sársauka hvað eftir annað, og hann var svo veikburða að honum fannst sem hann bæri þunga klyf. Hann komst ekki nema röskan kílómeter þann dag. Á sömu lund fór næsta dag, og líðanin var ámóta. Á þriðja degi þótti honum heldur betur ganga. En með þessu móti drægist hann aldrei 400 kflómetra. Tveimur dögum seinna kom hann að úlfum sem voru að rffa f sig vísundakálf. Þegar kálfurinn var hálf- étinn og úlfarnir orðnir saddir og latir, dróst Glass á fæturna og öskraði. Úlfarnir drógust burtu. Þegar Glass koma að kálfinum, kraup hann varlega til að reyna að láta ekki fleiri sár opnast. Hann taldi, að úr kálfinum fengi hann aftur það blóð, sem hann hefði tapað. Hann reif sér bita af hráu kjötinu og tróð þeim upp í sig. ,,Eg skal lifa!” hugsaði hann. ,,Eg skallifa. ' ’ Þegar hann hélt frá hræinu eftir nokkurra daga hvíld, gekk hann loks uppréttur. Hann var fullur bjartsýni. Nú gæti hann náð sér f héra eða greifingja, ef hann væri snöggur og heppinn. Hann hélt áfram, hægt en örugglega, og taldi sig nú komast milli tfu og tuttugu kílómetra á dag. Hugur hans var ýmist fullur af fögnuði yfir því að vera lifandi eða altekinn hefndarhug yfír að hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.