Úrval - 01.03.1979, Síða 34
32
ÚRVAL
verið skilinn eftir allslaus til að deyja.
Þessar tvær tilfinningar knúðu hann
alla leið niður með Grand River
þangað sem hún mætir Missouri og
suður með móðunni miklu í áttina til
Fort Kiowa. Þar fengi hann nýjan
búnað, og þaðan ætlaði hann að
leggja upp á ný, upp með ánni, og
hefna sín á þeim, sem yfirgáfu hann.
Hann komst til Fort Kiowa I
annarri viku október. Þá voru liðnar
sjö vikur frá því birnan réðist á hann.
Hann hafði þraukað sex vikur þar af
aleinn, og risið svo að segja upp frá
dauðum til að ganga 400 kílómetra
um erfitt land, þar sem lítið var um
matarútvegun og varnarlaus fyrir
illgjörnum indjánum. Það datt yfir
kaupmanninn í Fort Kiowa.
TVEIM DÖGUM seinna lagði Glass
af stað til að leita að þeim Bridger og
Fitzgerald. Leiðin lá yfír snævi þakin
fjöll, upp með Missouri og
Yellowstoneánum að Stóra horni.
Hann komst nærri 1000 kllómetra á
tæpum tólf vikum.
Hann fann Bridger hinn unga á
gamlárskvöld 1832, þegar, þar sem
lið Henrys majórs var að fagna nýju
ári 1 Fort Henry. Giass skálmaði inn í
salinn, þar sem mennirnir sátu að
sumbli. Allt varð dauðahljótt. Glass
hvessti augun á manninn sem hann
hafði elt á annað þúsund kílómetra.
„Þetta er Glass, Bridger — sá sem
þú skildir eftir til að deyja — og
rændir þeim hlutum, sem hefði getað
hjálpað honum að komast af, einum
og veikburða, á sléttunum. Ég er
kominn vegna þess að ég sór að drepa
þig”
Svipur Bridgers var svipur þess
manns, sem er reiðubúinn að kveðja
lífið og fara til helvltis fyrir syndir
sínar. Hann ætlaði ekki að segja neitt.
Hann var aumkunarlegur — og
aumkunarlega ungur.
Glass hikaði. Svo sagði hann: ,,Ég
sé að þú skammast þín og sérð eftir
þessu.” Lxklega hefðir þú verið kyrr
ef Fitzgerald hefði ekki hrært í þér.
Þú þarft ekki að óttast mig. Ég fyrir-
gefþér. Þú ert bara krakki.”
Glass fann til mikils léttis, þegar
hann hafði lokið þessari ræðu sinni
af. Hann settist og einhver rétti
honum glas af viskíi — og innan fárra
mínútna leið hann út af, örþreyttur.
Bridger var flökurt af sektarkennd
og smán. Hann hafði sloppið af þvf
hann var krakki. Hann hefði heldur
kosið að deyja fyrir hendi Glass.
Það var ekki fyrr en sex mánuðum
og nærri tvöþúsund kílómetrum
seinna að Glass náðijohn Fitzgerald,
Hann fann hann í Fort Atkinson I
Council Bluffs. Hann var mjög
ánægður með að hafa fundið
Fitzgerald, þangað til hann
uppgötvaði eitt: Fitzgerald var orðinn
hermaður í bandaríkjaher, og dauða-
refsing við því að drepa hann. Glass
ruddist inn í skrifstofu Rileys kafteins
og heimtaði réttlæti f máli sínu. Riley
lét sækja Fitzgerald.
Loks stóð Glass andspænis þessum
erkifjanda sínum og hafði hann á