Úrval - 01.03.1979, Side 35
MAÐURINN SEM EKKI VILDI DEYJA
33
valdi sínu. En það var svo skrýtið að
hann gat ekki hatað hann eins mikið
og hann langaði. „Þú fórst frá mér
deyjandi,” sagði hann. ,,Þú varst
skíthræddur og flúðir. Og þú stalst
því sem ég hefði getað lifað af. Ég
vona að þetta gefi þér eitthvað að
hugsa um það sem þú átt ólifað. ’ ’
Riley kafteinn lét Fitzgerald fara og
gerði Glass tilboð. Hann bauðst til að
iáta hann hafa riffilinn sinn aftur og
þær eigur, sem Fitzgerald kynni að
hafa enn, og sjá honum að öðru leyti
fyrir þeim búnaði, sem hann teldi
nauðsynlegan, ef hann hefði sig svo á
brott. Glass gekk að þessu.
í níu ár í viðbót stundaði Glass
gildruveiðar við árnar í suðvestur-
ríkinu og í Yellowstonesýslu. 1833
drápu indjánar hann og fláðu af
honum höfuðleðrið. En Glass var
orðinn að goðsögn. Með því að neyta
að deyja hafði hann sýnt ótrúlega
leikni, þol og hugrekki. Þetta var það
sem dugði honum til að komast af,
og það hefur líka dugað til þess að
sagan um hann lifír enn. ★
Nýlega hefur komið fram í skyndikönnun að fjöldi unglinga er á
móti kynfræðslu í skólum. Þeir segja að hún sé runnin undan rifjum
foreldranna í því skyni að gera málið leiðinlegt og lítt áhugavert.
E.S. New York.
Þessi saga var sögð hafa gerst í Kreml, þegar Krúsjeff dó:
Brésnef og aðrir kommúnistaleiðtogar vildu fá líkið flutt úr
landinu. Þeir hringdu í Nixon til að vita hvort mætti grafa hann í
Bandaríkjunum. Nixon sagðist ekki geta gefið leyfi sitt til þess vegna
þess að bandarískur almenningur yrði því svo mótfallinn. Brésnef
hringdi þá í Heath forsætisráðherra Bretlands, og fékk svipaða
synjun.
Að lokum hringdi hann í forsætisráðherra ísraels Goldu Meir. Hún
sagðist skyldi hjálpa. Ef Rússarnir kæmu að náttarþeli gætu þeir
grafið skrokkinn af afkekktum stað. ,,En” bætti hún við, ,,ég vara
ykkur við að þetta land á heimsmet í upprisum. ’ ’
Við köllum það , ,gömlu góðu dagana’ ’ vegna þess að við vorum ekki
góð, við vomm ekki gömul — og við vomm í rauninni að tala um
næturnar.. -O.K.K.