Úrval - 01.03.1979, Page 43

Úrval - 01.03.1979, Page 43
41 SUÐURKÓREA OG HARDSTJÓRIHENNAR að 7,25 milljón íbúa borg, þeirri tíundu stærstu í heimi. Hún stendur inni á milli gneypra fjalla og er löngum stundum hulin skítbrúnum skýjum verksmiðjureykháfanna. Nýjar hraðbrautir liggja þar sem uxar drógu vagna gegnum leireðjuna áður. Neðanjarðarbrautarkerfið spannar yfir nærri 50 kílómetra. Luxushótel hafa sprottið upp, og í verslunar- hverfunum glitrar á gæðavörur. Auðsældin hefur lrka náð til dreif- býlisins. Nýjar brýr og vegir hafa opnað leiðir til áður einangraðra héraða og 98% dreifbýlisins hefur nú rafmagn. Aðeins Japan hefur meiri hrísgrjónaframleiðslu; á síðasta ári varð Suður-kórea í fyrsta sinni sjálfri sér næg um helstu matvæli. Þetta er mun merkilegra fyrir þá sök, að Suður-kórea byrjaði með ekkert. Frá 1910 til 1945 var allur Kóreuskagi setinn japönum og rúinn eins og tíðkaðist um nýlendur. í Kóresustríðinu 1950-53 gerðu kommúnistar Norður-kóreu innrás í Suður-kóreu, og það þurfti hjálp Bandaríkjanna og 15 annarra þjóða undir merki Sameinuðu þjóðanna til að reka þá aftur heim til sín. Tvisvar lögðu Norður-kóreanir Seoul undir sig og segja má að borgin hafi bókstaflega verið jöfnuð við jörðu í þessum átökum. Um 800 þúsund suður-kóreanir voru drepnir og fjórðungur þess sem eftir lifði var heimilislaus. Suður-kórea er eitt þéttbýlasta land í heimi, með 380 manns á ferkílómetra, borið saman við 314 manns á ferkílómetra 1 Japan. Landið er mjög fjöllótt og aðeins 23% þess er ræktanlegt land, svo Kórea kemur aldrei til með að flytja út land- búnaðarafurðir. Málmar fyrirfinnast þar ekki að kalla. En Suður-kórea á eina auðlind — skapgerð fólksins. Þeir búa að arfi Konfúsíusar og þekkingarleit er þeim ástríða — 90% þjóðarinnar er læs og skrifandi. Þar að auki er þeim iðjusemin í blóð borin. Og þegar Park hafði brotist til valda eftir uppreisn án blóðsúthellinga árið 1961, hafði þjóðin einnig fengið öflugan stjórnanda. Park skipaði unga hagfræðinga, marga þeirra menntaða í Bandaríkjunum, til að setja upp þróunaráætlun. Það var ákveðið að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.