Úrval - 01.03.1979, Síða 43
41
SUÐURKÓREA OG HARDSTJÓRIHENNAR
að 7,25 milljón íbúa borg, þeirri
tíundu stærstu í heimi. Hún stendur
inni á milli gneypra fjalla og er
löngum stundum hulin skítbrúnum
skýjum verksmiðjureykháfanna.
Nýjar hraðbrautir liggja þar sem uxar
drógu vagna gegnum leireðjuna áður.
Neðanjarðarbrautarkerfið spannar
yfir nærri 50 kílómetra. Luxushótel
hafa sprottið upp, og í verslunar-
hverfunum glitrar á gæðavörur.
Auðsældin hefur lrka náð til dreif-
býlisins. Nýjar brýr og vegir hafa
opnað leiðir til áður einangraðra
héraða og 98% dreifbýlisins hefur nú
rafmagn. Aðeins Japan hefur meiri
hrísgrjónaframleiðslu; á síðasta ári
varð Suður-kórea í fyrsta sinni sjálfri
sér næg um helstu matvæli.
Þetta er mun merkilegra fyrir þá
sök, að Suður-kórea byrjaði með
ekkert. Frá 1910 til 1945 var allur
Kóreuskagi setinn japönum og rúinn
eins og tíðkaðist um nýlendur. í
Kóresustríðinu 1950-53 gerðu
kommúnistar Norður-kóreu innrás í
Suður-kóreu, og það þurfti hjálp
Bandaríkjanna og 15 annarra þjóða
undir merki Sameinuðu þjóðanna til
að reka þá aftur heim til sín. Tvisvar
lögðu Norður-kóreanir Seoul undir
sig og segja má að borgin hafi
bókstaflega verið jöfnuð við jörðu í
þessum átökum. Um 800 þúsund
suður-kóreanir voru drepnir og
fjórðungur þess sem eftir lifði var
heimilislaus.
Suður-kórea er eitt þéttbýlasta land
í heimi, með 380 manns á
ferkílómetra, borið saman við 314
manns á ferkílómetra 1 Japan. Landið
er mjög fjöllótt og aðeins 23% þess er
ræktanlegt land, svo Kórea kemur
aldrei til með að flytja út land-
búnaðarafurðir. Málmar fyrirfinnast
þar ekki að kalla.
En Suður-kórea á eina auðlind —
skapgerð fólksins. Þeir búa að arfi
Konfúsíusar og þekkingarleit er þeim
ástríða — 90% þjóðarinnar er læs og
skrifandi. Þar að auki er þeim
iðjusemin í blóð borin. Og þegar
Park hafði brotist til valda eftir
uppreisn án blóðsúthellinga árið
1961, hafði þjóðin einnig fengið
öflugan stjórnanda.
Park skipaði unga hagfræðinga,
marga þeirra menntaða í
Bandaríkjunum, til að setja upp
þróunaráætlun. Það var ákveðið að