Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 46

Úrval - 01.03.1979, Blaðsíða 46
44 ÚRVAL 1944. Það sem eftir var síðari heims- styjaldarinnar var hann liðsforingi í Mansjúríu og skeindist á við kínverska kommúnistaskæruliða. Þegar stríðinu lauk gáfust herir japana í Kóreu sunnan 38. breiddar- baugs upp fyrir bandaríkjaher, en þeir sem voru norðan við gáfust upp fyrir rússum — og þetta leiddi til skiptingar skagans. Park gekk i vísi að suðurkóreönskum her, sem þá varð til. Þegar Kóreustríðinu lauk, var hann orðinn yfirhershöfðingi. Morguninn, sem valdatakan fór fram árið 1961, gekk Park í broddi fylkingar yfir brúna á Han á inn í miðborg Seoul. Herinn hrifsaði völdin í sínar hendur í kjölfar pólirísks glundroða, sem myndaðist þegar annar harðjaxl féll, Syngman Rhee. Park var valinn til að stjórna valdatökunni vegna þess að hann var þekktur að einbeitni og það orð fór af honum, að hann gerði sér far um að varast spillingu. Þegar hann var sestur að völdum, lét hann til skarar skríða gegn spilltum embættismönnum og sendi marga þeirra í tugthús. Hann leyfði frjálsar kosningar 1963 og 1976, og vann léttilega. En þegar hann var kosinn með naumum meirihluta árið 1971, pressaði hann 1 gegn nýja stjórnarskrá, sem í rauninni veitir honum ævilöng völd og tryggir honum yfirráð yftr þjóðþinginu. Eftir að Saigon féll í hendur Norður-víetnam árið 1975, óttuðust margir asíubúar að Kim II Sung kynni að feista gæfunnar með því að ráðst inn í Suður-kóreu. Þá herti Park takið á ný, og gaf út neyðarlög nr. 9- Samkvæmt þeim telst það glæpur að gagnrýna opinbera stofnun og setur skorður við stjórnmálastarfsemi stúdenta. Talið er, að 200 manns sitji í fanglesi vegna ákvæða nr. 9- Park líður enga gagnrýni á sjálfan sig, né heldur er lagalega heimilst að bera brigður á lögmæti stjórnar hans. Kóreanska leyniþjónustan stendur náinn vörð um alla hugsanlega pólitíska æsingaseggi. Þetta einræði hefur vakið mikla erlenda gagnrýni. Samt er stjórn Parks ekki verri en gerist í flestum öðrum ríkjum þriðja heimsins, og hún er til muna frjálsari en stjórnir kommúnistaríkja — heldur en stjórn Norður-kóreu, til dæmis, þar sem engin andmæli eru leyfileg. I Suður- kóreu er stjórnarandstaða opin- berlega til og skipar 57 af 219 sætum þingsins. Erlendir fréttamenn hafa óheft ferðafrelsi og mega gera viðtöl við hvern sem er, þar með talið stjórnarandstæðinga, Stjórnarandstæðingar, og banda- ríkjamenn í Seoul, telja að harðsnúin stjórn sé verjanleg undir hótunum Norður-kóreana. Samt finnst þeim að óhætt væri að leyfa meiri pólitískt frelsi, án þess að öryggi landsins væri með því stefnt í voða. Núna myndi Park sennilega vinna frjálsar kosningar léttilega, vegna þess hve almenningur er ánægður með hagsældina undir stjórn hans. En, eins og einn landa hans sagði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.