Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 50

Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 50
48 ÚRVAL ana á því að leigja tjald, en veistu hvað það kostar? Fimmtíu pund.”, ,,Ef það rigndi gæti það borgað sig. Það er ekki ólíklegt, faðir, að góða veðrið sé á enda. ’ ’ „Spádómar um refsingu hafa komið frá vantrúuðum hjörtum, faðir Neil. Ég hef stjórnað tíu bösurum hér, og á hverju ári höfum við náð settu marki. Þetta ár verður ekki undantekning. Mundu orð Krists: , ,Biðjið og yður mun gefast. ’ ’ Seinna bað faðir Duddleswell börnin í skólanum og síðar börnin á munaðarleysingjaheimilinu að biðja fyrir basarnum. „Faðir Neil,” sagði hann við mig, ,,trúir þú því að faðirinn, sem elskar þessi börn, geti neitað litlu elskunum sínum um þetta?” Ég fól andlitið í höndum mér. Hvað annað var hægt að gera við svona túlkun á Biblíunni? Næsti dagur var heiðríkur. En hitinn fór lækkandi vindurinn skók trjátoppana. Laugardagsmorguninn rann upp, grámyglulegur. ,,Hafðu engar áhyggjur, faðir Neil,” sagði bústýran okkar, frú Pring. ,,Hans Hátign hefur gert samning við andskotann.” Ég hafði samt áhyggjur meðan ég hjólaði til Argosverksmiðjunnar. „Skúrir,” sagði veðurspáin, ,,helli- rigning sumsstaðar.” A leiksvæði verksmiðjunnar iðaði allt af lífi. Sóknarbörnin voru að reisa bása rétt við krokketvöllinn. Tveir risastórir vörubílar komu hlaðnir niður- suðumat og leikföngum úr geymslu í kjallara kirkjunnar. Tveir sendiferða- bílar komu hlaðnir gæludýrum, svo sem kanínum, hömstrum og hvítum músum. Bílarnir komu í einskonar lest og þar á meðal var einn stór flutningabíll sem sex asnar brokkuðu út úr. Þarna var líka stöðugur straumur af hinum ,,góðu konum sóknarinnar’ ’ hans föður Duddleswell, sem komu með nýbakaðar kökur, bollur, smákökur, bökuf og kex. Faðir Duddleswell var allsstaðar heilsandi, þakkandi, smjaðrandi og án nokkurs vafa biðjandi. Nokkrir regndropar duttu á hausinn á mér, og hann sá mig horfa kvíðafullan til himinsins. ,,Faðir Neil,” tuldraði hann. , ,Faðir Neil! ” Stundvíslega átta mínútum eftir að basarinn var opnaður, opnaðist himinninn. Eftirlíkingar Hollywood- kvikmyndanna á flóðgáttum himsins, eins og sagt er frá I Biblíunni, komust ekki í hálfkvisti við þetta. Appelsínu- litar eldingar blinduðu okkur og þrumurnar gerðu okkur heyrnarlaus. Sjálfboðaliðarnir reyndu að verja básana sína gegn rokinu og lemjandi regninu. Asnarnir fældust og óðu yfir búrin með kanínunum, hömstunum og hvltu músunum. Kökur og annað góðmeti flaut með straumnum. ,,Það var gott að við leigðum ekki tjaldið, faðir Neil,” sagði faðir Duddleswell um leið og hann pírði uppyflr rennvot gleraugun sín. ,,Það hefði folkið burt í þessum vindi, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.