Úrval - 01.03.1979, Síða 51
BRAGÐVÍSI FÖDUR DUDDLESWELL
49
hefði getað drepið einhvern.” Við
kvöldverðarborðið var faðir
Duddleswell rólegur og í góðu
jafnvægi. Við messu morguninn eftir
tiikynnti hann söfnuðinum að hann
gæti ekki prédikað vegna þess að
hann hefði kvefast. Hann sagði að
niðursuðu vörurnar og leikföngin sem
bjargast höfðu hefðu verið send á
munaðarleysingjahælið. Hann
þakkaði af hjarta öllum sem lagt
höfðu basarnum lið og sagðist ekki
efast um að tekjurnar af honum
hefðu náð settu marki.
Eftir þessa furðulegu yfirlýsingu,
fór hann í rúmið — með óráði, það
var ég viss um, og sjálfsagt með háan
hita. „Þetta er ekki lungnabólga eins
og búast mátti við,” sagði frú Pring
bara slæmt kvef og hún hafði rétt
fyrir sér.
A miðvikudagsmorguninn hitti ég
föður Duddleswell í borðstofunni.
Við diskinn hans vom mörg bréf.
,,Það em tveir bunkar í viðbót, á
skrifstofunni þinni,” sagði frú Pring
um leið og hún bar fram morgun-
verðinn.
Á meðan faðir Duddleswell
mataðist opnaði hann bréf og bréf
með smjörhnífnum og gaf mér við og
við skýringar á ,,þessu einstæða
örlæti þessa góða safnaðar,” sem var
að reyna að koma í veg fyrir
vandræði. ,,Hér er póstávísun frá
ellilífeyrisþega upp á tvö pund og tíu.
Og hér er bréf sem óskar mér góðs
bata og ávísun upp á pund.”
Gleraugu hans fylltust móðu af geðs-
hræringunni.
Samt myndu bunkarnir á skrif-
stofunni hans verða að koma til ef ná
ætti því marki sem sett hafði verið.
Hann hlýtur að hafa lesið hugsanir
mínar. ,,Faðir Neil,” hvíslaði hann,
,,getum við nokkurn tíma kristnað
þig?”
Meðan ég sötraði kaffið rak hann
upp fagnaðaróp: ,,Þetta er framlagið
sem ég hef verið að bíða eftir.” Hann
opnaði Iangt umslag og tók upp
ávísun frá Moonlight tryggingar-
félaginu að upphæð 600 pund.
,,Áttu við að þú hafír tryggt basarinn
gegn rigningu?” spurði ég undrandi.
,,Ég geri það á hverju ári, faðir
Neil. Það hefur ekki komið svo mikið
sem dropi úr lofti síðastliðin átta ár
og tryggingin kostaði bara tíu pund,.
„Minna en tjaldið.”
„Minnstu þess, faðir Neil, að við
fengum þessi 600 pund vegna þess að
basarinn bókstaflega flaut í burtu. ’ ’
í sömu mund kom frú Pring með
ennþá stærra umslag. , ,Meira framlag
frá þeim trúuðu, býst ég við,” sagði
hún og staidraði við.
,,Þú mátt fara frú Pring,” sagði
hann. ,,Ég er viss um að þú hefur í
mörgu að snúast.
,,Mér liggur ekkert á,” sagði hún
þvermóðskulega.
Faðir Duddleswell hikaði ögn áður
en hann opnaði umslagið og tók inni-
haldið upp. Þarna lágu svo fleiri
fímm punda seðlar en ég hafði
nokkru sinni séð.