Úrval - 01.03.1979, Page 77

Úrval - 01.03.1979, Page 77
RÚSSNESKA SÓKNIN í VESTRÆNA VÖRUFLUTNINGA 75 Þyngsta áherslu leggja rússar á „Gullna þríhyrninginn” — hafnirnar sem eru hlið iðnaðarins í Vesturevrópu. Fyrir einum áratug voru sovésk skip fáséð í þeim höfnum, en nú fara rúmlega 1000 skip á ári um Hamborg, 1200 um Rotterdam, og 1500 — fjögur á dag — um Antwerpen. I þessum stóru höfnum eru flutningamiðlarar með fjöll af flutningi næmir fyrir lægsta verði í skipaflutningum, og rússarnir þyrpast að þeim eins og flugur að hunangi. Það er nógu erfitt fyrir vestræn skipafélög að horfa á stór- framleiðendur hins frjálsa heims fela sovétmönnum flutning á framleiðslu- vöru sinni. En þegar ríkisstjórnirnar fara að dæmi þeirra, er mælirinn fullur. Mótmælaöldur risu, þegar uppvíst varð að bresku og hollensku póststjórnirnar höfðu samið við sovésk skip um flutning á verulegum hluta hins alþjóðlega pósts frá þessum löndum. Reiðari urðu þó hollendingar og vesturþjóðverjar, þegar það spurðist að sovétmönnum hefði tekist að fá hlutdeild í hjálpar- áætlun efnahagsbandalagslandanna til handa vanþróuðu löndunum. Rússar hafa meira að segja komist á mála hjá Bandaríkjastjórn. Nýlega keypti bandaríska samgöngu- ráðuneytið 400 þýska strætisvagna til almennra fólksflutninga. Þegar 50 þessara vagna komu til Houston á tveimur rússneskum skipum, var bandarískum skipaútgerðum nóg boðið. ,,Við hefðum ekki einu sinni getað greitt eldsneytiskostnaðinn yfir hafið fyrir það verð, sem rússar fluttu bílana á,” sagði talsmaður eins skipafélagsins, sem bauð í flutningana. Sovétríkin geta réttlætt öll framlög til kaupskipaflotans vegna alls þess óbeina hagnaðar, sem þessar siglingar hafa 1 för með sér. Fyrst og fremst er það pólitískur ávinningur. Kommúnistar vita það fullvel, hve mikilsvirði það er pólitískt séð, að hamarinn og sigðin séu algeng sjón 1 höfnum heimsins — ekki síst í hinum vanþróaða þriðja heimi. I öðru lagi er heppilegt frá þeirra sjónarmiði að kaupskipaflotinn fari sem víðast, því hann er um leið hluti af herveldi þeirra. Menn úr sovéska sjóhernum gegna hluta af herskyldu sinni á farskipunum, og olíuflutningaskipin sjá herskipum sovétmanna fyrir olíu- birgðum hvar sem þau fara. Þar að auki eru flest nýjustu flutningaskip rússa svokölluð ,,ak í — ak úr” (roll- on/roll-off) skip, sem þýðir að þau væru upplögð til þess að landa hertækjum upp á strendur eða í illa búnum höfnum. Og mörg „venjuleg” flutningaskip þeirra eru með löngum lestarlúgum, sem gera kleift að lesta óvenjulangan flutning, eins og fram kom í eldflaugadeilunni við Kúbu 1962. Annað dæmi um sameinað hernaðar- og flutningahlutverk sovéska kaupskipaflotans er viðskipti hans við Afríkuþjóðir. Þangað Iiggur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.