Úrval - 01.03.1979, Page 81

Úrval - 01.03.1979, Page 81
HUGRENNINGAR HEILASKURÐLÆKNIS 79 hennar, minni, tilfinningum, frjálsum vilja? Ég var að gera uppskurð á því sem hún var, á hennar æðsta sjálfi. Hálf stund leið. Spennan í skurðstofunni var næstum áþreifanleg. Enginn, allra slst ég, taldi að ég gæti losað fmgurna af æðunum án þess að blóðflæðið hæfist að nýju. Ég hélt áfram að þrýsta og biðjast fyrir, bað til guðs að hann gæfi mér þá náðargjöf handanna, sem nauðsynleg var. Þá, allt í einu, fann ég hvernig ég slakaði ósjálfrátt á. Ég vissi, að ég hafði gert allt sem í mínu valdi stóð, og ég var notalega sannfærður um, að nú gæti ég haldið áfram. Einhvern veginn fann ég, að guð var þarna 1 skurðstofunni hjá okkur. Ég lyfti fingrunum hægt og gætilega, einum í senn. Það kom engin blæðing fyrr en ég hafði lyft höndinni alveg. Þá byrjaði að seytla úr einni æð, en það var auðvið- ráðanlegt. Það tók fjóra og hálfan tíma að fjarlægja æxlið. Ég var mikið hjá litlu stúlkunni næstu vikurnar. Skurðurinn greri vel: Engar blæðingar, engar taugaskurðs- skemmdir, engin heilaskemmd. Árangurinn var eins og fremsta bjartsýni gaf ástæðu til að vona og nú er stúlkan eðlilegur og kátur unglingur. 1974 skar ég upp ungan dreng, sem hafði fengið tvær miklar heila- blæðingar, sem stöfuðu af því að lítið æxli var inni í miðjum heila. Blæðingarsvæðin voru illa sýkt. Drengurinn var fallinn í dá; hann var að deyja. Við komum fyrir slöngum beggja megin við heilann og bókstaf- lega skoluðum skemmda svæðið með kaldri fúkalyfjaupplausn byltingarkennd ný aðferð, sem við höfðum fundið upp. Seinna settum við drenginn í öndunarvél og lækkuðum líkamshita hans. Baráttan við dauðann stóð í margar vikur. Ég bað stöðugt, ekki aðeins fyrir drengnum og foreldrum hans, heldur bað ég líka um styrk til handa öllu læknaliðinu við þetta dapurlega og erfiða tilfelli. Þá, ofurhægt og af einhverri ástæðu, sem við vitum ekki enn hver er, fór drengurinn að hjarna við. Eftir hálfan mánuð tókum við af honum kælinguna. Eftir hálfan mánuð þar frá tókum við hann úr öndunarvélinni, síðan frárennslis- slöngurnar frá heilanum. Nú fór ég að láta að því liggja við foreldrana, að hann kynni að lifa, jafnvel þótt það líf yrði ekkert í líkingu við eðlilegt líf. Þegar við brautskráðum hann, gat ég skrifað að hann væri flogaveikur og talsvert vangefinn — en það var miklu betra en við höfðum þorað að gera okkur vonir um. Nokkrum mánuðum seinna komu foreldrarnir með drenginn t eftirrannsókn. Ég hef enn ekki náð mér eftir undrunina — hann var í öllu tilliti fullkomlega, algerlega eðlilegur, kátur og atorkusamur strákur. Æxlið er enn í heilanum —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.