Úrval - 01.03.1979, Page 82
80
ÚRVAL
við höldum áfram að fylgjast náið
með því — en á fjórum árum hefur
það ekki valdið frekari vandræðum og
hefur ekki stækkað.
•Ef svo virðist sem ég hafi orðið
vitni að kraftaverkum, vil ég taka
fram að ég held ekki að svo sé.
Vissulega hef ég oft lent í mjög
hættulegum uppskurðum
mörgum þeirra vonlausum, að því er
virtist — þar sem sjúklingar mínir
hafa lifað af og náð bata, mér til
furðu. En ég sé engin , .kraftaverk” 1
þessari velgengni. Eg held ekki að
þau hefði getað gerst, ef ekki hefði
verið hægt að leggja fram allt það
besta sem samanlögð læknavísindin
eiga í fórum sínum. En líkurnar móti
því að árangur næðist voru svo yfir-
þyrmandi, að ég trúi því statt og
stöðugt, að það hefði ekki getað gerst
ef ekki hefði komið til guðleg forsjón
við ákvarðanatöku og beinlínis í
sjálfum læknisaðgerðunum.
Margir rannsóknarvísindamenn
tapa guðstrúnni eftir því sem þekking
þeirra eykst. Mér er hins vegar öfugt
farið. Reynsla mín með sjúklingum
mfnum, og í taugarannsóknum
mínum, þeirri viðleitni að afhjúpa
leyndardóma heilans, hafa vakið
með mér æ meiri lotningu fyrir
heilanum. Og ég á ekki annarra kosta
völ en að viðurkenna tilvist háleitrar
visku, almættis, sem skapað hefur og
þróað þetta ótrúlega líffæri —
nokkuð, sem er langt handan
skilningsgetu mannsins.
Hugsið ykkur bara þetta dásamlega
llffæri. Stórkostlegasta tölva, sem
maðurinn getur nokkurn tíma saman
sett, getur aldrei komist í hálfkvisti
við þennan hlaupkennda vefjakökk,
sem vigtar um það bil eitt og hálft
kíló. Það er svipað „landslag” á
flestum heilum; litlar hæðir og
þröngir dalir, skreytt með rauðum og
bláum ám og lækjum. En einhvers
staðar inni í þeim er það sem gerir
hvert okkar sérstakt. Því heilinn er
aðsetur hugans, kjarna okkar. Og um
tengslin milli heila og hugar,
sambandið milli geymslu og þess sem
geymt er, vita vísindin sára lítið.
Ég.er sannfærður um, að heilinn er
aðsetur mannsandans, sálarinnar.
Þess vegna er heilinn helgur staður í
mínum augum. Samt getur hann
orðið fyrir meiðslum og veikindum,
og stundum er óhjákvæmilegt fyrir
okkur að ryðjast inn í hann og leita í
djúpum hans að æxlum, blæðingum
og bólgum. Mér finnst það næstum
trúarathöfn að vinna þetta verk, og
það krefst mestu leikni, sem
mannshugurinn getur látið í té. Eg
gæti ekki unnið þetta starf, ef trúin
styrkti mig ekki til þess.
Ég man eftir undurfögrum vordegi
fyrir langa-langa-löngu, þegar ég var
kallaður til ráða um tilfelli rúmlega
þrítugs manns, sem var með illkynja
heilaæxii. Stofan hans var full af
litskrúðugum, heimagerðum kortum
með óskum um góðan bata, og á
mörgum þeirra var mynd af lítilli,
fallegri, dökkhærðri stúlku, sem
hafði skrifað hjá myndinni af sér;