Úrval - 01.03.1979, Side 90
88
sendingar. I júlí 1975 var gefin út
leynileg ákæra á hendur Sicilia, Roger
Fry og 42 starfsmönnum þeirra, bæði
í Mexíkó og Bandarkjunum.
Það var eitt að sanna glæpinn á
Sicilia, annað að rjúfa vernd hans í
Mexíkó og handtaka hann. Starfs-
menn CENTAC 12 leituðu leiða í
margar vikur. Og smugan opnaðist:
Hún fannst í nýgerðum sáttmála
Bandaríkjanna og Mexíkó um
gagnkvæman rétt til handtöku og
lögsóknar alþjóðlegra fíkniefna-
prangara.
Bandarísk yfirvöld fóru þess á leit
við þau í Mexíko að Sicilia yrði
handtekinn. Tækifærið kom, þegar
Cicilia skrapp í húsið sitt 1 Mexíkó
City, þar sem yfirvöldin í Tijuana
gátu ekki verndað hann. 2. júlí 1975
braust lögreglan, grá fyrir járnum inn
í húsið til hans og tók hann höndum.
Hann var með fullhlaðna .45 kalíbera
sjálfvirka skammbyssu falda í rúminu
sínu, en veitti ekki mótspyrnu.
Ur húsinu gerði lögreglan
upptækan stafla af bankaskjölum,
ávlsunum og vaxtaskjölum. Frammi
fyrir þessum sönnunargögnum — og
eftir fjögurra daga strangar yfir-
heyrslur — játaði Sicilia.
Upphæðirnar á banka-
reikningunum voru hrikalegar. Sicilia
og helstu hjálparmenn hans höfðu
meira en 3,5 milljónir dollara af
bandaríkjamönnum fyrir fíkni-
efnasölu á viku. Mútugreiðslur hans
voru hvorki meira en minna en 16
ÚRVAL
milljónir dollara á ári. Hann átti um
20 bankareikninga erlendis.
Þegar rannsókn skjalanna lauk gátu
yfirvöldin í fyrsta sinn fengið skýra
mynd af því, hvernig stór fíkniefíra-
hringur fóðraði hagnað sinn og aflaði
fjár ul starfseminnar. Þetta var
mikilsverð uppgötvun.
En jafnvel þótt mexíkönsku skjölin
lægu fyrir, var stór eyða í málinu.
Leitin hafði leitt leitarmennina inn
um framdyrnar, en hvar voru
bakdyrnar, sem enginn sá? Svörin var
aðeins að finna í Sviss. En myndu
svissnesk yfirvöld reynast samvinnu-
þýð?
25. apríl sendi bandaríska
dómsmálaráðuneytið formlega
hjálparbeiðni til svissneskra yfírvalda.
Meðal fylgiskjala með beiðninni voru
afrit af sönnunum gegn Sicilia og Fry,
og sannanir fyrir því að hagnaður
þeirra stafaði af fíkniefnasölu. T Bern
komust yfírvöldin fljótt að þeirri
niðurstöðu, að þessir tveir menn
hefðu brotið 1 bága við 19. grein
svissneskra laga, sem kveða svo á um,
að þeir sem standa að fíkniefnasölu
— líka utan Sviss — hafí gerst sekir
um fjársvik — og séu því ekki undir
vernd hinna ströngu leyndarlaga
svissneskra banka. I júlí sendi
svissneska lögreglan skýrslur um 13
mismunandi svissneska banka-
reikninga Sicilia og aðstoðarmanna
hans vestur um haf.
Því miður fór svo, að þegar
dómsúrskurður um að gera fé hinna
ýmsu reikninga upptækt var loks