Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
Undanfarið hafa þættir gerðir eftir bókinni ,,Rœtur” eftir Alex
Haley notið vimælda í sjónvarpi. Bðk þessi greinir frá ætt Haleys
allt frá langa-langadanga-lang -afa hans, en sá var Gambíumaður,
er rænt var á átjándu öld, fluttur til Ameríku og seldur í
þrældóm.
— Bók þessi var bók Urvals í- júlí og ágúst 1974, eða mjög
skömmu eftir að hún kom fyrst fram vestan hafs, en þar varð hún
ótrúlega vinsæl þegar í stað og er enn. Bandaríkjamenn eru allir
komnir af öðru þjóðerni fyrir það fáum öldum, að hið erlenda
berg, sem þeir eru allir bort af er þeim enn mikils virði. Þetta á
vitaksuld ekki síst við um svertingjana, sem komnir eru af
ánauðgum þrælum og vita lítt um upþruna sinn, margir hverjir
ekki einu sinni af hvaða afríkuþjóðernifeir eru.
— Vegna sjónvarþáttanna nú birtir Urval nú styttingu og sums
staðar endursögn á þeirri sögu, sem fyrir nærri fimm árum var
sögð ítveim tölublöðum Urvals.
— Fyrstu minningar
mínar snerta ömmu og
frænkur mínar, sem sátu
á veröndinni heima í
Henning í Tennessee.
Þessar gömlu, hrukkóttu og gráhærðu
konur sátu í ruggustólunum sínum
og töluðu og töluðu; töluðu um
þræla, hvíta húsbændur og plant-
ekrur, og inn í þær fléttuðust brot úr
ættarsögunni okkar, sögu sem gengið
hafði frá kynslóð til kynslóðar í
munnlegri geymd. „Gamalt
þvaður,” sagði mamma, og kærði sig
kollótta.
Margir voru nefndir í sögunum,
en fjarlægastur í tíma var Afríkumað-
urinn. Sögurnar sögðu frá því hvernig
hann var fluttur hingað á skipi til
staðar, sem kaliaður var „Naplis” og
seldur sem þræll í Virginíufylki. Þar
tók hann saman við ambátt og átti
með henni dótturina Kissí.
Þegar Kissí komst nokkuð á legg,
fór pabbi hennar að benda henni á
ýmsa hluti og nefna nöfn þeirra á
móðurmáli sínu. Og þegar hinir
þrælarnir kölluðu hann Tóby, en svo
nefndi hvíti húsbóndinn hann, mót-
mælti hann kröftuglega og sagðist
heita Kintei.
Kintei sagði Kissí oft sögur um
sjálfan sig. Þegar Kissí varð fullorðin
og eignaðist son, sagði hún syni
sínum þessar sögur, hann aftur sínum
börnum. Sonar-sonardóttir Kissíar
var amma mín. Hún lagði áherslu á
að kenna mér sögurnar þangað til ég