Úrval - 01.03.1979, Síða 102
100
ÚRVAL
mannsins) táknaði líklega Gambíu-
fljót á Mandínkamáli.
Þrem dögum seinna átti ég tal við
menn í Banjul, höfuðborg Gambíu.
Þeir sögðu mér að afrísk saga hefur
geymst öldum saman í munnlegri
geymd gamalla sagnaþula, ,,græót”.
Þeir kunnu sögur heilla ættflokka,
fjölskyldna, þorpa, og segja þær við
sérstök tækifæri. Þar sem Kinte
(réttur ritháttur nafnsins Kintei) er
þekktur ættbálkurí Gambíu, var mér
heitið stuðningi í leitinni.
Er ég kom aftur til New York barst
mér bréf, þar sem mér var tilkynnt,
að tekist hefði að hafa upp á , ,græót’ ’
Kinteættflokksins, og héti hann
Kebba Kanga Fofana. Ég sneri því
aftur til Gambíu.
Oft er rætt um „æðstu reynslu”
— þá stund, sem engin önnur stund
ævinnar jafnast á við. Ég hlaut mína
„æðstu reynslu” fyrsta daginnminní
þorpinu Juffure langt inni í hinni
svörtu Vesturafríku.
Þegar þorspbúar komu auga á
leiðangur minn, sem taldi 14 manns í
allt, þustu þeir út úr leirkofum
sínum. Til móts við mig kom lágvax-
inn maður með háan hatt í hvítri
skikkju. Utan um okkur mynduðu
þorpsbúar skeifu. Hann leit fast í
augu mér og hóf máls á mandlnka-
máli. Túlkar mínir þýddu orð hans á
ensku.
Það var ættarsaga Kinteættflokks-
ins, sem hann var að segja mér.
Þorspbúar stóðu steinþegjandi og
grafkyrrir. Þetta var þeim háríðleg
stund. Hann talaði óstöðvandi og
sagði frá ættum, skyldleika og
tengdum, hver hefði átt hvern og
hverja, margar aldir aftur í tímann.
Eftir nokkrar klukkustundir var hann
kominn fram til um 1750 að okkar
timatali. Þá kom þetta atriði I frá-
sögn hanv,.Umþað leyti er hermenn
konungins komu, hélt hinn elsti af
fjórum sonum Ómorós, Kúnta að
nafni, burtu úr þorpinu til að höggva
við, og hann sást aldrei framar.
Ég fann að ég fékk gæsahúð af
spenningi. Þetta kom nákvæmlega
heim við það sem frænkur mínar og
amma höfðu sagt mér. Ég tók upp
vasabók mína með frásögn ömmu og
sýndi einum túlknum, og síðan héldu
túlkarnir fjórir til sagnaþulsins og
ræddu við hann. Þeir urðu mjög
æstir. Síðan gekk þulurinn til þorps-
búa, og ræddi við þá — og þeir urðu
líka æstir.
Áður en ég vissi af, hafði fólkið,
um 70 manns, myndað hring um mig
og tók að dansa, rangsælis. Það stóð
þétt saman og söng. Ég get ekki lýst
því, hvernig mér var innanbrjósts.
Kona tók sig út úr hringnum. Það var
ygglibrún á kolsvörtu andliti hennar.
Hún otaði barni sínu hörkulega að
mér. Það leyndi sér ekki, að hún vildi
að ég tæki það. Ég gerði það og þrýsti
því að mér. I sama bili hrifsaði hún
það af mér. Síðan komu konurnar
hver af annarri og réttu mér börn sín
á sama hátt.
Ári síðar sagði prófessor við
Harvardháskóla mér hvað þetta