Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 102

Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 102
100 ÚRVAL mannsins) táknaði líklega Gambíu- fljót á Mandínkamáli. Þrem dögum seinna átti ég tal við menn í Banjul, höfuðborg Gambíu. Þeir sögðu mér að afrísk saga hefur geymst öldum saman í munnlegri geymd gamalla sagnaþula, ,,græót”. Þeir kunnu sögur heilla ættflokka, fjölskyldna, þorpa, og segja þær við sérstök tækifæri. Þar sem Kinte (réttur ritháttur nafnsins Kintei) er þekktur ættbálkurí Gambíu, var mér heitið stuðningi í leitinni. Er ég kom aftur til New York barst mér bréf, þar sem mér var tilkynnt, að tekist hefði að hafa upp á , ,græót’ ’ Kinteættflokksins, og héti hann Kebba Kanga Fofana. Ég sneri því aftur til Gambíu. Oft er rætt um „æðstu reynslu” — þá stund, sem engin önnur stund ævinnar jafnast á við. Ég hlaut mína „æðstu reynslu” fyrsta daginnminní þorpinu Juffure langt inni í hinni svörtu Vesturafríku. Þegar þorspbúar komu auga á leiðangur minn, sem taldi 14 manns í allt, þustu þeir út úr leirkofum sínum. Til móts við mig kom lágvax- inn maður með háan hatt í hvítri skikkju. Utan um okkur mynduðu þorpsbúar skeifu. Hann leit fast í augu mér og hóf máls á mandlnka- máli. Túlkar mínir þýddu orð hans á ensku. Það var ættarsaga Kinteættflokks- ins, sem hann var að segja mér. Þorspbúar stóðu steinþegjandi og grafkyrrir. Þetta var þeim háríðleg stund. Hann talaði óstöðvandi og sagði frá ættum, skyldleika og tengdum, hver hefði átt hvern og hverja, margar aldir aftur í tímann. Eftir nokkrar klukkustundir var hann kominn fram til um 1750 að okkar timatali. Þá kom þetta atriði I frá- sögn hanv,.Umþað leyti er hermenn konungins komu, hélt hinn elsti af fjórum sonum Ómorós, Kúnta að nafni, burtu úr þorpinu til að höggva við, og hann sást aldrei framar. Ég fann að ég fékk gæsahúð af spenningi. Þetta kom nákvæmlega heim við það sem frænkur mínar og amma höfðu sagt mér. Ég tók upp vasabók mína með frásögn ömmu og sýndi einum túlknum, og síðan héldu túlkarnir fjórir til sagnaþulsins og ræddu við hann. Þeir urðu mjög æstir. Síðan gekk þulurinn til þorps- búa, og ræddi við þá — og þeir urðu líka æstir. Áður en ég vissi af, hafði fólkið, um 70 manns, myndað hring um mig og tók að dansa, rangsælis. Það stóð þétt saman og söng. Ég get ekki lýst því, hvernig mér var innanbrjósts. Kona tók sig út úr hringnum. Það var ygglibrún á kolsvörtu andliti hennar. Hún otaði barni sínu hörkulega að mér. Það leyndi sér ekki, að hún vildi að ég tæki það. Ég gerði það og þrýsti því að mér. I sama bili hrifsaði hún það af mér. Síðan komu konurnar hver af annarri og réttu mér börn sín á sama hátt. Ári síðar sagði prófessor við Harvardháskóla mér hvað þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.