Úrval - 01.03.1979, Síða 104
102
ÚRVAL
(Annapolis — Naplis — aðaláhersla 1
framburði er á öðru atkvæði, og skýrir
það hljóðbreytinguna) að morgni 29.
september 1767.
Nákvæmlega 200 árum síðar, 29.
september 1967, stóð ég á hafnar-
bakka 1 Annapolis og starði út á
hafið, sem forfaðir minn var fluttur
yfír 1 fjötrum. I Annapolis rannsakaði
ég örfílmur af blaðinu Maryland
Gazette og fann í blaðinu frá 1.
október 1767 auglýsingu um að Lord
Ligonier væri nýkominn frá Gambíu
með farm ,,af ÚRVALSÞRÆLUM,
algerlega heilbrigðum,” og að þeir
yrðu seldir á uppboði næsta
miðvikudag.
En rannsókn minni var samt ekki
lokið. Ég hef haldið áfram
umfangsmiklum rannsóknum 1 50
bókasöfnum, skjalasöfnum og
geymslum í þrem heimsálfum. Heilu
árið varði ég til að fræðast um líf og
menningu í þorpum Gambíu á 18. og
19. öld. Mig langaði að sigla sömu
leið og Lord Ligonier hafði farið með
þrælafarm sinn og fékk mér því far
vestur um haf með flutningaskipinu
,,The African Star.” Ég píndi'mig til
að dvelja tíu sólarhringa 1 kaldri,
dimmri vörulest í nærfötum einum
fata, liggjandi á óhefluðum planka.
Þó var það alger lúxus hjá því, sem
þær milljónir urðu að þola, sem urðu
að liggja í sínum eigin úrgangi í
daunillu myrkri, hlekkjaðar á
höndum og fótum þá 60-70 daga,
sem þessar ferðir tóku að meðaltali.
Bók þessa hef ég kallað rætur, því
hún segir ekki aðeins eina fjöskyldu-
sögu, heldur er hún dæmigerð fyrir
sögu milljóna svartra bandaríkja-
manna af afrískum uppruna. Bókinni
er ætlað að auka sjálfsvirðingu svartra
manna. Og hún á að minna alla
menn á þann algilda sannleika, að öll
erum við komin frá þeim sama
skapara.
Snemma vors 1750 fæddist
drengur í þorpinu Juffure, fjórar
dagleiðir frá sjó upp með Gabíufljóti
í Vesturafríku. Foreldrar hans voru
Omoró Kinte og Binta Kebba.
Þetta gerðist stundu fyrir hanagal.
Karlmennirnir þrömmuðu rösklega
að bænastaðnum, þar sem ,,ali
mamo”, hinn helgi maður Juffure,
stjórnaði fyrstu af fímm bæna-
stundum dagsins að múhameðskum
sið. Eftir bænastundina skaust
Ömoró um á milli þeirra og tilkynnti
um atburðinn.
Næstu sjö daga notaði hann til að
velja syni slnum nafn. Það var mikil-
væg athöfn, því barnið öðlaðist sjö
einkenni þess, sem það var skírt eftir.
Þorpsbúar söfnuðust saman úti
fyrir kofa Ömorós 1 ljósaskiptunum
áttunda daginn. Binta hélt á barni
sínu, meðan -skúfur var rakaðar úr
fæðingarhári þess. Bumbuslagarinn
tók að berja bumbur sínar.
Þorpsbúar komu með matargjafir,
og ali mamo blessaði þær. Svo bað
hann fyrir drengnum og bað Allah að