Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 104

Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 104
102 ÚRVAL (Annapolis — Naplis — aðaláhersla 1 framburði er á öðru atkvæði, og skýrir það hljóðbreytinguna) að morgni 29. september 1767. Nákvæmlega 200 árum síðar, 29. september 1967, stóð ég á hafnar- bakka 1 Annapolis og starði út á hafið, sem forfaðir minn var fluttur yfír 1 fjötrum. I Annapolis rannsakaði ég örfílmur af blaðinu Maryland Gazette og fann í blaðinu frá 1. október 1767 auglýsingu um að Lord Ligonier væri nýkominn frá Gambíu með farm ,,af ÚRVALSÞRÆLUM, algerlega heilbrigðum,” og að þeir yrðu seldir á uppboði næsta miðvikudag. En rannsókn minni var samt ekki lokið. Ég hef haldið áfram umfangsmiklum rannsóknum 1 50 bókasöfnum, skjalasöfnum og geymslum í þrem heimsálfum. Heilu árið varði ég til að fræðast um líf og menningu í þorpum Gambíu á 18. og 19. öld. Mig langaði að sigla sömu leið og Lord Ligonier hafði farið með þrælafarm sinn og fékk mér því far vestur um haf með flutningaskipinu ,,The African Star.” Ég píndi'mig til að dvelja tíu sólarhringa 1 kaldri, dimmri vörulest í nærfötum einum fata, liggjandi á óhefluðum planka. Þó var það alger lúxus hjá því, sem þær milljónir urðu að þola, sem urðu að liggja í sínum eigin úrgangi í daunillu myrkri, hlekkjaðar á höndum og fótum þá 60-70 daga, sem þessar ferðir tóku að meðaltali. Bók þessa hef ég kallað rætur, því hún segir ekki aðeins eina fjöskyldu- sögu, heldur er hún dæmigerð fyrir sögu milljóna svartra bandaríkja- manna af afrískum uppruna. Bókinni er ætlað að auka sjálfsvirðingu svartra manna. Og hún á að minna alla menn á þann algilda sannleika, að öll erum við komin frá þeim sama skapara. Snemma vors 1750 fæddist drengur í þorpinu Juffure, fjórar dagleiðir frá sjó upp með Gabíufljóti í Vesturafríku. Foreldrar hans voru Omoró Kinte og Binta Kebba. Þetta gerðist stundu fyrir hanagal. Karlmennirnir þrömmuðu rösklega að bænastaðnum, þar sem ,,ali mamo”, hinn helgi maður Juffure, stjórnaði fyrstu af fímm bæna- stundum dagsins að múhameðskum sið. Eftir bænastundina skaust Ömoró um á milli þeirra og tilkynnti um atburðinn. Næstu sjö daga notaði hann til að velja syni slnum nafn. Það var mikil- væg athöfn, því barnið öðlaðist sjö einkenni þess, sem það var skírt eftir. Þorpsbúar söfnuðust saman úti fyrir kofa Ömorós 1 ljósaskiptunum áttunda daginn. Binta hélt á barni sínu, meðan -skúfur var rakaðar úr fæðingarhári þess. Bumbuslagarinn tók að berja bumbur sínar. Þorpsbúar komu með matargjafir, og ali mamo blessaði þær. Svo bað hann fyrir drengnum og bað Allah að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.