Úrval - 01.03.1979, Page 106

Úrval - 01.03.1979, Page 106
104 ÚRVAL sögunni, litu börnin með aukinni virðingu til Kúnta Kinte — drengsins, sem bar hið dáða nafn afa síns, föður Ömorós. Árstíðirnar komu og fóru. Kúnta var farinn að þrá að komast á hærra aldursskeið, fá að ganga í síðri bómullarskikkju og halda geitum til beitar. Hann og jafnaldrar hans forðuðust samneyti við litla krakka eins og Lamin, bróður Kúnta, en héldu sig 1 námunda við fullorðnu mennina 1 von um að fá að fara í sendiferðir fyrir þá. Loks kom þar, að Binta sagði hryssingslega við Kúnta einn mogun, er hann ætlaði að halda út: ,,Hvers vegna ferðu ekki í skikkjuna þína, drengur!” Og þarna hékk spáný skikkja á snaga. Kúnta reyndi að leyna gleði sinni, þegar hann klæddis sig í skikkjuna og hélt kæruleysislega út. Þar voru jafnaldrar hans líka að birtast, allirí skikkjum. Næsta dag rétti Ómoró honum nýjan slöngvivað, og Kúnta komst aftur í uppnám. En Ómoró sagði þurrlega, að nú væri hann tekinn að vaxa upp, og nú skyldi hann fara með Toumani Touray að gæta geita. Daginn þar eftir hófst skólanámið með trúfræði. Skólastjórinn, Brima Sísei tók að lesa þeim vers úr kóraninum, sem þeir áttu að læra utan að. Þeir gættu geita allan daginn, sátu skóla fyrst á morgnana og aftur á kvöldin og æfðu sig með slöngvivað áður en myrkrið skall á. Það var orðinn lítill tími til leikja. Og þegar styttist til uppskeryhátíðar neyddist Kúnta til að gæta Lamíns bróður síns, meðan Binta spann bómull. Uppskeruhátíðin stóð í sjö daga, og mikið var um dýrðir. Síðasta morguninn vaknaði Kúnta við mikil læti. Fyrir utan suma kofana voru nokkrir menn með ógurlega grímu, í búningum úr laufi og berki. Kúnta horfði með óhug á þegar mennirnir fóru inn í kofana og drógu út hvern drenginn af öðrum, þeirra sem voru að hefja þriðja aldursskeiðið, en fyrst höfðu stórir, hvftir bómullarpokar verið dregnir yflr höfuð drengjanna. Síðan voru drengirnir leiddir með skarkala og ópum út um þorpshliðið. Hann vissi, að fímmta hvert ár var farið með þriðja aldurskeiðsdrengi burtu til manndómsþjálfunar. Næstu dagana gátu hann og jafnaldrar hans ekki um annað hugsað en sögurnar, sem þeir höfðu heyrt. Þeir vissu, að drengirnir yrðu mörg tungl í burtu, og að þeir voru stundum sendir einir langt inn í skóginn. En verst var þó, að meðan á þessu stóð, var húðin skorin framan af typpinu á þeim. Sú vitneskja gerði Kúnta órótt í hvert skipti sem hann þurfti að pissa. NLJ LIÐU TVÖ regntímabil og kviður Bintu var farinn að tútna einu sinni enn. Hún var skapstyggari en venjulega, svo Kúnta gat ekki annað en vorkennt Lamín, sem var ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.